Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 1
I SJALLANUM ISAFIRÐI Miðvikudagur 7. febrúar 1996 • 6. tbl. 22. árg. S 456 4011 • Fax 456 5225 Verð kr. 170 m/vsk Kofri IS kominn til hafnar illa brunninn stafna á milli - Uósavél var f gangl begar lagst var að bryggju ilV» I K ll Fimm skipverjar af Kofra ÍS við komuna til ísafjarðar. Talið frá vinstri: Þröstur Óiafsson 1. vélstjóri, Páimi Halldórsson, Jónas Jónbjörnsson, Eyþór Scott og Jón Egilsson skipstjóri. Á myndina vantar Gylfa Þórðarson yfirvélstjóra. Skuttogarinn Bessi ÍS kom tii Isafjarðar á tíunda tímanum í gærmorgun með rækjuskipið Kofra ÍS 41 í togi. Sem kunnugt er af fréttum blossaði eldur upp í vélarrúmi Kofra þar sem hann var að rækjuveiðum um 100 sjómílur norður af Skaga um kl. hálf sex að morgni sunnudags- ins í þokkalegu veðri. Tveir menn voru á vakt í brú skipsins og var verið að toga þegar eldsins varð vart og vöktu þeir fjóra félaga sína sem voru sof- andi niðri í skipinu. Að sögn skipverja við kom- una til Isafjarðar magnaðist eldurinn fljótt og gat Þröstur Ólafsson fyrsti vélstjóri þess að hann hafi ætlað að taka til ein- hver föt, en kolsvartur reykjar- niökkur haft strax fyllt ganginn svo enginn tími gafst til að at- hafna sig neitt. Klæddu skipverjar sig í flot- galla og fóru í gúmmíbát við skipshliðina og blésu annan upp til vara. Síðan biðu þeir komu togarans Bessa frá Súðavík sem staddur var í næsta nágrenni. Komust mennirnir síðan fljót- lega um borð í togarann heilir á húfi. Bessi tók Kofra í tog á sunnudag og hélt af stað áleiðis til ísafjarðar. Sóttist ferðin seint sökum versnandi veðurs og fór svo að taug á milli skipanna slitnaði út af Isafjarðardjúpi. Um siðir tókst að koma taug aftur á milli skipanna á mánu- dag og kom Bessi með Kofra í togi til ísafjarðar eins og áður sagði á tíunda tínianum í gær, þriðjudag. Það tók lóðsbátinn á Isafirði nokkurn tíma að ýta Kofranum inn að Asgeirskanti í gömlu bátahöfninni og rakst skipið Lóösbáturinn ýtti Kofranum síðasta spölinn aö bryggju á ísafirði. m.a. utan í Fagranesið. Má segja að viljað hafi til að blankalogn var á meðan sú að- gerð fór fram, en strax og búið var að binda skipið fór að hvessa af norðaustri og komið hávaðarok þegar Iíða tók á daginn. Athygli vakti er Kofri var bundinn við bryggju á Isafirði að ein Ijósavél skipsins var í gangi. Taldi vélstjóri að raf- leiðslur hefðu brunnið saman og vélin þannig farið í gang af sjálfsdáðum. Reykkafarar frá Slökkviliði Isafjarðar fóru um borð í skipið um leið og það kom að bryggju og var þá drepið á ljósavélinni. Við skoðun á skipinu kom í ljós að það var allt meira og minna brunnið neðan þilja stafna á milli sem og brúin. Menn frá Rannsóknarlög- reglu ríkisins komu til Isa- fjarðar á mánudag og áttu þeir að reyna að grafast fyrir um eldsupptök ásamt rannsóknar- lögreglunni á Isafirði. Hóf lög- regla yfirheyrslur yfir skip- verjum síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er talið líklegt að eidsupptök hafi verið við olíu- skilju fremst í vélarrúmi skips- ins. Ekki var búið að meta tjónið á Kofranum þegar blaðið fór í prentun en ljóst er að skipið er mjög illa farið og að margra mati ónýtt. - HK. Reykkafarar frá Slökkviliöi ísafjarðar fóru um borö í Kofra um leið og búið var aö binda hann viö bryggju. Reykhólar: Helmingur húsa til sölu Helmingur húsa í þorpinu á Reykhólum er til sölu, eða fimmtán af alls um þrjátíu hús- um, og eru auglýsingar um þau festar upp í versluninni Arnhól á Reykhólum. Mikill urgur er í fólki út af málefnum hreppsins og fátt annað sem kemst að. Eða eins og einn bóndi og skákmaður í hreppnum sagði mæðulega fyr- ir nokkrum dögum: Hausinn á mönnum er svo fullur af þessu að þeir geta ekki einu sinni teflt. POLLINN 1HF. S 456 3092 • Sala & þjónusta Rafþjónusta • Raftækjasaia • Rafhönnun • Rafeindaþjónusta • Siglingatæki • Kælitæki NÚ ER HÆGT AÐ HRINGJA BEINT. NÝ SÍMANÚMER í DEILDUM. Verslun 456 4594 • Rafmagnsverkstæði 456 4529 • Kælitæki 456 4599 • Lager 456 4595 Rafvélaverkstæði 456 4596 • Tæknideild 456 4583 • Rafeindaverkstæði 456 4590 Sími 456 3092 er okkar aðalnúmer. Þaðan er gefið samband við deildir og miðlað upplýsingum. Geymið auglýsinguna! SPRAUTUM NOTAÐ OG NYTT í ÓTAL LITUM TRÉSMIÐJAN ehf. sími 456 3622

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.