Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA 6 SMAauglýsingar Athugið! Kvenfélagið Von á Þingeyri hefur loksins eignast stórt hús, en ekkert inn í það. Vill ekki einhver vera svo góður að gefa okkur eitthvað í búið? Þá má hafa samband við Kötu í síma 456 8117. Aðalfundur Slysavarnadeildarinnar í Hnífsdal verður haldinn í Félagsheimilinu í Hnífsdal sunnudaginn 11. febr. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Óska eftir Sino kerruvagni. Sími 456 7190 (Helga). Til sölu Kástle skíði, 160 cm m / bindingum. Sími 456 3579. Óska eftir barnapíu á aldrinum 11-13 ára til að passa 4ra ára stelpu aðra hverja viku, tvo tíma í senn, seinnipartinn. Eigum heima á Urðarvegi. Sími 456 5143. Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir íbúð á leigu á ísafirði. Sími 456 7072. Óska eftir einstaklingsíbúð á ísafirði sem fyrst. Uppl. í síma 456 3240. Til sölu er Lada 1500 station árg. 1988, ekin 63 þús. km, nýskoðuð, verð 45 þúsund. Uppl. í síma 456 3853 í hádeginu og á kvöldin. Óska eftir 2ja-3ja herb. íbúð á leigu á Eyrinni. Sími 456 3664. Til sölu vélsleði, Arctic Cat Cougar árg. 1986. Verð 160 þús. Sími 456 8198. Til sölu Bmo riffill, ca. 22, stillanlegur gikkur. Sími 456 7383. Óska eftir lítilli einstaklingsíbúð á ísafirði. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Simi 456 3441. Einbýlishúsið að Traðarlandi 6 í Bolungarvík ertil sölu. Sími 456 7357. Prjónavél til sölu. Sími 456 3681. Óska eftir Scháfer eða Labrador tík gefins, helst eldri en tveggja ára. Reynir, sími 456 5088. Til sölu 103 ferm. íbúð í fjórbýli að Skólastíg 19 í Bolungarvík. Skipti á stærri íbúð eða húsi koma vel til greina. Sími 456 7252. Skíðabretti til sölu. Sími 456 7291 (Jóhannes). Ikea-sófi, járngrind með grænum pullum og járnstóll með til sölu. Ágætlega með farið. Selst ódýrt. Sími 456 4351 eftir kl. 20. Óska eftir svalavagni fyrir lítinn pening. Ingibjörg, sími 456 4681. Super Nintendo leikir til sölu. Skipti koma einnig til greina. Reynir, sími 456 5088. Kojur óskast fyrir tvo stráka sem fyrst. Sími 456 3269. Subaru Legacy 1992 til sölu, ek. 53 þús. km. Sími 456 3653. Mercruiser bátavél, 145 ha diesel, til sölu i heilu lagi eða pörtum. Simi 456 4186. Til sölu 3ja herb. íbúð að Stigahlíð 2, Bolungarvík, mikið uppgerð. Sími 456 7190. Til sölu 12 feta billiardborð. Sími 456 3579. Óska eftir kettlingum. Uppl. í síma 456 4484 og 456 3421. Til sölu Toyota Double Cab árg. 1987. Verð 750 þús. Gettekið bíl upp í fyrir allt að 400 þús. eða skuldabréf. Sími 456 3993. Grunnvíkingar. Þorrablótið verður haldið í Félagsheimilinu Hnífsdal nk. laugardag kl. 20.30 stundvíslega. Miðapantanir í s. 456 3549,456 4132 og 456 4036 á ísafirði og s. 456 7214 í Bolungarvík. Rútuferðir verða frá ísafirði (kl. 19.30 úrfirði, strætóleið) og Bolungarvik. Fjölmennum. Sunnudagskvöld í Súðavík. Bridskvöld Bridgefélags ísafjarðar hafa verið færð frá miðvikudagskvöldum yfir á sunnudagskvöld og verður spilað í Súðavík nk. sunnudagskvöld kl. 20. Allir bridsspilarar í nærliggjandi byggðarlögum em hvattir til að mæta. Til sölu harðfiskhjallurvið Hnífsdalsveg. Tilboð. Kári Jó, hs. 456 3538, vs. 456 4019. Til sölu Lada 1500 st. árg. 1988, ek. 63 þús. km. Skoðuð 1996, verð 45 þúsund. Sími 456 3853 á kvöldin. Til sölu Subaru pallbíll, sími 456 3068. Til sölu Pajero 1983, stuttur. Sími 456 4689 eftir kl. 17. Til sölu Toyota Carina GLi 2000 árg. 1990. Sími 456 3392. Hefur þú skoðað heimasíðu bahá‘ia á Internetinu? Slóðin: http://www.itn.is/bahai Spámiðillinn Lára Halla Snæfells verður á ísafirði 15.- 17. febrúar. Tímapantanir í síma 456 5142. Tamningar. Get tekið að mér hross í tamningu. Uppl. í sima 456 4433. Til sölu ýmsir varahlutir í M. Benz árg. 1980-85. Ásgeir, sími 456 3485. Þorkell Sigurðsson augnlæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni á ísafirði dagana14.-16. febrúar. Tímapantanir alla virka daga hjá móttökuritara HSÍ í síma 456 3811. Til sölu einbýlishús að Holtabrún 6, Bolungarvík. Uppl. i síma 456 7475. Til sölu efri hæð húseignarinnar Hlíðarvegur 27 á ísafirði. Um er að ræða ca. 80 ferm. sérhæð ásamt ca. 35 ferm. bílskúr. Uppl. i síma 456 4645 eftir kl. 16 á daginn. Smáauglýsingarnar í Vestfirska fréttablaðinu eru ókeypis fyrir einstaklinga og félagasamtök. Sími 456 4011. Miðvikudagur. 7. febrúar 1996 Fasteignaviðskípti Skrifstofan verður lokuð til 20. febrúar Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 456 4144 Ljóðatónleikar í Frímúrarasalnum Anna Sigríður Helga- dóttir mezzósópran og Gerrit Schuil píanóleikari halda tónleika í Frímúr- arasalnum á Isafirði á sunnudagskvöldið, 11. febrúar, og hefjast þeir kl. 20.30. Efnisskráin er ó- venju fjölbreytt en á henni eru sönglög frá síðustu öld og þessari, eftir Britten, Dvorák, Gunnar Reyni Sveinsson og bandaríska sönglagahöfunda (m.a. Gershwin og Cole Porter). Anna Sigríður stundaði söng- nám í Reykjavík og síðan á Italíu, þar sem hún var nemandi Rinu Malatrasi í þrjú ár. Jafnframt því að syngja með kórum og söng- hópum hefur hún komið fram sem einsöngvari og flutt bæði sígilda tónlist og djass. Á næstunni heldur Anna Sigríður til Svíþjóðar og tekur þátt í uppfærslu í Gauta- borgaróperunni. Gerrit Schuil er hollenskur pí- anóleikari, hljómsveitarstjóri og óperustjóri, sem búið hefur á ís- landi undanfarin ár. Hann hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlist- arlífi og m.a. stjórnað Sinfóníu- hljómsveit íslands, auk þess að taka þátt í leikhúsuppfærslum og koma fram með ýmsum íslenskum tónlistarmönnum. Tónleikarnir eru 2. áskriftar- tónleikar Tónlistarfélags ísafjarð- ar á þessu starfsári og gilda því á- skriftarkort á þá, en einnig eru seldir miðar við innganginn. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Fjármálastjóri / launafulltrúi Laust er starf fjármálastjóra/launafulltrúa við Fjórð- ungssjúkrahúsið og Heilsugæslustöðina á Isafirði. Um er að ræða áhugavert starf sem gerir kröfu til menntunar og/eða starfsreynslu á sviði bókhalds og viðskipta ásamt verulegri tölvukunnáttu. Umsóknar- frestur er til 20. febrúar nk. Umsóknir sem greini frá starfsreynslu og menntun sendist framkvæmda- stjóra, Guðjóni S. Brjánssyni, sem einnig veitir nánari upplýsingar í vs. 456 4500 eða hs. 456 4660. Afgreiðslutimi: kl. 16-19 og 20-23.30 ALLAR NÝJU SPÖLDRNAR A AÐEINS KR. 350 Hafnarstræti 11 • ísafirði • Sími 456 3339 J FRÉTTABLAÐIÐ ISAFJORÐUR Atvinna Frá og með 1. mars nk. er laus staða (100%) við blönduð störf, þ.e. gangavörslu og ræstingu. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af að vinna með börnum og unglingum. Nánari upplýsingar veita skólastjóri og húsvörður skólans. Vegna forfalla vantar okkur bókavörð (50%) frá og með 1. maí nk. Æskilegt er að viðkomandi sé menntaður sem bókasafnsfræðingur. Nánari upplýs- ingar gefur skólastjóri í síma 456 3044. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans á eyðublöðum sem þar fást. Skólastjóri. Til eigenda fjöleignahúsa Athygli eigenda fjöleignahúsa er vakin á lögum nr. 29/1994 hvað varðar ákvæði laganna um gerð eignaskipta- samninga. Samkvæmt 16. gr. laganna verður breytingum á eignarhaldi eigna í fjöleignahúsi ekki þinglýst nema fyrir liggi fullnægjandi og greinagóður eignaskiptasamningur. Samningur þessi þarf að vera undirritaður af stjórn húsfélags eða meirihluta eigenda, miðað við fjölda eða hlutfallstölu. Eftir 1. jan. 1997 verða allir eigendur í fjöleignahúsi að undirrita slíkan eigna- skiptasamning. Það er áríðandi að eignaskiptasamn- ingar séu gerðir áður en til þess kemur að eign í fjöleignahúsi skipti um eiganda, svo þinglýsing kaupsamnings eða afsals tefjist ekki. Húsfélög eru því hvött til að athuga hvort slíkur samningur sé til fyrir viðkomandi hús, og ef hann er ekki til, að hafa forgöngu um að hann verði gerður. Fjöleignarhús samkvæmt lögum þess- um eru öll hús sem skiptast í séreignir í eigu eins aðila og 1 sameign sem bæði getur verið eign allra og sumra. ísafirði, 5. febrúar 1996. Byggingarfulltrúinn á ísafirði. Skattframtöl Bókhaldsþjónusta Tek að mér skattframtöl og bókhaldsþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ársuppgjör. Skattframtöl ásamt öllum fylgiskjölum og útreikningi allra gjalda. Aðstoð við stofnun og rekstur fyrirtækja. Hafið samband ísíma 456 3745. Fylkir Ágústsson, bókhaldsþjónusta Fjarðarstræti 14, 400 ísafirði sími 456 3745 fax 456 3795

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.