Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 8
g 4S6 3367 í SJALLANUM MUNIÐ NÆTURHEIMSENDINGAR Á HELGUM Fjölbreyttur 09 vandaður matseðill Tvær sýningar í Slunkarihi Tvær sýningar veröa opnaðar í Slunkaríki á ísafiröi kl. 16 á laugardaginn, 17. febrúar. Á efri hæðinni sýnir Kristinn E. Hrafnsson skúlptúra, Ijósmyndaverk og lágmynd. Verkin eru öll ný, unnin á tveimur síðustu árum. Á neðri hæð Slunkaríkis sýnir Þór Vigfússon einlit málverk sem unnin eru á þessu ári og því síðasta. Sýningarnar eru opnar frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 16 til 18 og lýkur þeim sunnudaginn 3. mars. Símsvari á skíðasvæðinu á Dalnum Tekinn hefur verið í notkun nýr símsvari á skíðasvæðinu á Selja- landsdal. Síminn er 881 9500 og er þar greint frá opnunartíma, veðri, skíðafæri og öðrum að- stæðum, rútuferðum upp á skíðasvæði og öðru sem máli skiptir. 881 9500 ÍSAFJÖRÐUR S 456 4150 • FLATEYRI S 456 7643 • ÞINGEYRI S 456 8353 BÍLDUDALUR S 456 2151 • TÁLKNAFJÖRÐUR S 456 2151 PATREKSFJÖRÐUR S 456 2151 DAGLEGTFLUG TIL REYKJAVIKUR ÍSLANDSFLUG Kvikmyndin AGNES verður sýnd í Ísafjarðarbíói á sunnudaginn (sjá nánar auglýsingu hér í blaðinu). Myndin fjallar um atburði þá sem leiddu til síðustu aftöku á íslandi árið 1830, þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi fyrir morðið á Natan Ketilssyni, þótt söguþráður myndarinnar lúti fremur lögmálum skáldskapar en sagnfræði. í helstu hlutverkum eru María Ellingsen, Baltasar Kormákur og Egill Ólafsson og meðal annarra leikenda eru Hilmir Snær Guðnason, Magnús Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir og Gottskálk Dagur Sigurðarson. Leikstjóri er Egill Eðvarðsson og tónlistin er eftir Gunnar Þórðarson. AGNES hefur hlotið mjög góðar viðtökur og um 15 þúsund manns hafa nú séð hana. Á myndinni eru þau María Ellingsen og Baltasar Kormákur í hlutverkum Natans og Agnesar. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, gekkst í haust fyrir verðlaunasamkeppni meðal nemenda í 6. bekk í grunn- skólum og var hún í þvf fólgin að teikna myndir og rita texta sem tengjast hreyfihömlun. Samkeppninni var ætlað að vekja nemendur, kennara og foreldra til umhugsunar um þær hindranir sem hvarvetna eru á vegi hreyfihamlaðra í þjóðfélaginu. Sýning á myndum og textum þátttakenda á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra var haldin í Grunnskól- anum á Isafirði um síðustu helgi og voru þar jafnframt veitt glæsileg verðlaun fyrir þau verk sem metin voru best. Fyrstu verðlaun nemenda á Vestfjörðum hlaut Helgi Magnússon, Dalbraut 11, Bíldudal, fyrir teikningu, önn- ur verðlaun hlaut Erla Rún Jónsdóttir, Gilsbakka 8, Bíldu- dal, einnig fyrir teikningu, og þriðju verðlaun hlaut Kristján Helgi Jónsson, Móatúni 16, Barnakór syngur við undirleik Huldu Bragadóttur. Tálknafirði, fyrir texta, þar sem hann lýsir aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum á Tálknafirði. Birgitta Jónasdótt- ir á Reykhólum hlaut viður- kenningu fyrir texta. Við opnun sýninjgarinnar í Grunnskólanum á Isafirði sl. laugardag fluttu ávörp þær Messíana Marsellíusdóttir og Guðríður Olafsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, barnakór söng við undirleik Huldu Bragadótt- ur og nemendur úr Tónlistar- skóla Isafjarðar léku á ýmis hljóðfæri. á Vestfjörðum Helgi Magnússon hlaut fyrstu verðlaun. Bjarki Rúnar Skarphéðins- son á Þingeyri hefur verið ráð- inn í nýja stöðu erindreka Slysavarnafélags Islands á Vestfjörðum. Hann er formaður björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, hefur gegnt starfi umdæmisstjóra SVFI á Svæði 4 Norður og er þrautreyndur í björgunarstarfi og félagsmál- um. Erla Rún Jónsdóttir með verðlaunin sín. Kristján Helgi Jónsson frá Tálknafirði sem hlaut þriðju verölaun átti þess ekki kost að vera við verðlaunaafhendinguna. Verkefni Bjarka Rúnars verður m.a. að vinna að frekari uppbyggingu slysavarnasveita og deilda á Vestfjörðum, en þær eru yfir þrjátíu talsins, samræma starf þeirra, huga að þjálfun og tækjabúnaði og veita ráðgjöf. Bjarki Rúnar Skarphéðinsson. lll I ll U ffl| ■ BÓKAMARKAÐUR HEFST Á FÖSTUDAGINN Mikið úrval gamalla og nýlegra bóka ' BOKHLAÐAN siiyií 456 3123 ^^^Fl^ÉTTAISJLAÐIÐj RITSTJORN OG AUGLYSINGAR: SÍMI 456 4011 • FAX 456 5225 AGNES í Isafíarðarbfói Þjóðfélag án Þröskulda Bjarki Rúnar ráðinn erindreki SVFf

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.