Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 24

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 24
Bjami Siguðrsson fyrir altarinu, en með tímanum breyttist þetta svo, að vagga kom í stað jötunnar. Og hjá vöggunni voru vitaskuld persónur jólasögunnar, umfram allt þau María og Jósef. Nú hófst víxlsöngur milli þeirra, og hafa varðveizt frá þessum tíma vísur, sem þama vom sungnar. Og fleiri urðu til að taka þátt í söng þeirra Maríu og Jósefs, því að hér komu einnig fjárhirðar og hersveitir engla við sögu, heilir kórar. Þessi helgileikur breiddist út frá kirkjunum og út meðal fólksins. Á heimilunum fóm þeir fram við jólatréð. Og sumar vögguvísur þessara helgileikja hafa varðveitzt allar götur síðan. Enn varð sú þróun, að böm og unglingar dönsuðu kringum vögguna eða jólatréð, en foreldrar og annað fulltíða fólk söng við raust. Og nú fömm við að nálgast örlítið sálm Lúters, sem hann kallar raunar Bamaljóð um jól. Þannig verður skiljanlegt, að í 14. erindi talar hann um að hoppa og dansa. Ekki kemur Guðbrandur þessari merkingu til skila í þýðingu sinni. En við ættum þó að geta sett okkur fyrir hugskotssjónir, af hve mikilli innlifun bömin syngja og tjá leikræn viðbrögð versins, um leið og þau syngja það á jólnótt. Lúter var unnandi helgileikja, sem lengi höfðu tíðkazt í landi hans; það kom líka iðulega fram í ummælum hans. Og allur þessi sálmur ber því vitni, hvemig hann setur atburði jólanæturinnar á svið. Jafnvel fyrsta erindið dregur dám af 1. erindi í þekktu þjóðkvæði.18 — Engillinn boðar fæðingu frelsarans, hvetur áheyrendur til að fara að jötunni. Hann ávarpar hjarta sitt og biður jólabamið að dveljast þar. Og án þess að rekja efni sálmsins framar, þá má svo að orði komast, að hann bergmáli af gömlum helgileikjum jóla. En orðalag sálmsins er einnig víða sótt tH þessara fomu jólaljóða, sem sungin vom við helgileikina, þannig að skírskotun sálmsins til samtímans hefir verið mjög sterk og fersk í þann tíð. Jafnvel hefir verið bent á, að Lúter átti 9 og 6 ára bam árið, sem hann gjörði sálminn, svo að geta má því nærri, að þau hafi af lífi og sál tekið þátt í flutningi hans og tjáningu undir eins þau jól, sem hann var nýr af nálinni, enda ekki ólfldegt, að hér sé einn hvati þess, að Lúter kveður hann einmitt um þessar mundir. Lúter var mikill heimilisfaðir og hefir bömin sín í huga, er hann yrkir sálminn. En allt þetta var að lflcindum harðla fjarlægt okkur íslendingum, þar sem þessir helgileikir jóla, sem tíðkuðust úti í Evrópu, höfðu ekki verið teknir upp hér á landi, svo að sannað verði, enda hefir þessi vísun aldrei komizt inn í íslenzku þýðinguna að sálminum. Þótt ekki fari sögum af helgileikjum í kirkjum hér á landi með áþekkum hætti og tíðkaðist úti í Mið-Evrópu, er aUs ekki loku fyrir það skotið, að svo hafi verið á einstaka stað. Má með nokkrum rétti skjóta rökum undir þá skoðun, þó að hér verði ekki farið út í þá sálma. Benda má samt á viðlagið undurfagra í sálmi Einars prófasts í Heydölum (1538-1626): 18Ich kumm aus fremden landen her und bring euch vil der newen mar, der newen mar bring ich so vil, mer dann ich euch hie sagen wil. 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.