Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 70

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 70
Jón Sveinbjömsson skoðað er sá sem notar þessa miðla, maðurinn í samfélagi manna. Fjölmiðlatæknin er ekki ný. Ritlistin er tækni sem maðurinn lærði að beita fyrir óralöngu. Prentlistin og möguleikamir á að koma boðum til fjöldans mörkuðu spor í sögu mannsins. Kirkjan kunni að beita þeirri tækni og hafði forgöngu um lestrarkennslu almennings. Fjölmiðlatæknin var ekki einskorðuð við handverkið, ritföngin og prentletrið, tæknin náði einnig til útfærslunnar, framsemingarinnar. Sófístamir í Grikklandi voru sagðir kenna stúdentum sínum að koma því á framfæri sem þeir vildu, hvort sem það var rétt eða rangt. Áróðurstækni þeirra fólst í að sannfæra áheyrendur um það sem þeim hentaði. Platon lætur Sókrates beina spjótum sínum að sófistunum og tækni þeirra í ýmsum af ritum sínum. Mælskulistin eða „rhetoríkin“ fór ekki varhluta af þessari gagnrýni. Mælskulistin var jafnvel talin andstæða heimspekinnar. Heimspekin fjallaði um innsta eðli hlutanna meðan mælskulistin var sögð halda sig á yfirborðinu. En heimspekin beitti einnig mælskulist, hún gerði kröfu til þess að fá einstaklinginn til þess að taka sjálfstæða afstöðu, reyndi að gegna hlutverki ljósmóðurinnar og fá einstaklinginn til þess að fæða af sér og öðlast nýja innsýn. Hún notaði til þess vissa tækni eða aðferð, sem leiddi einstaídinginn í leit hans að sannleikanum. Áherslan lá hér á því að einstaklingurinn átti sjálfur að ná fram til sannleikans, verða fullkominn. Benda má á ýms af ntum Platons í þessu sambandi svo sem Faidon, Samdrykkjuna og Ríkið. Ég bendi einnig á grein Jordans sem áður var minnst hér á um hvatningarrit (protreptisk rit).^2 Andstæðan var mötunin, ,Jieilaþvotturinn“, þar sem einstaklingnum var sagt hvað hann átti að hugsa. Þar var ekki lögð áhersla á að vekja með áheyrendunum gagnrýna hugsun og sjálfstæði. Tæknin án heimspeki var versti óvinur samfélagsins, lýðræðisins og leiddi til einræðis og upplausnar. Mælskulist er ekki síst tengd stjómmálum og stjómmálamönnum í hugum manna. í sumarhefti tímaritsins Rhetoric Society Quarterly 198ó63 ritar Charles W. Kneupper grein um stjómmálaumræður og mælskulist út frá reynslu sinni af sex seinustu forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hann er all svartsýnn á ástandið og telur bæði eðli stjómmálaumræðna og hæfni almennings vera mjög ábótavant. Þetta telur hann ógna eðli lýðræðislegra ákvarðana og skoðanamyndunar. Mér sýnast athuganir hans og niðurstöður geta átt við stjómmálaumræður víðar en í Bandaríkjunum. Höfundur spyr fjögurra spuminga: Hvert er eðli stjómmálaumræðna? Hvert er sambandið milli stjómmálaumræðna og áhuga almennings á stjómmálum? Er almenningur í stakk búinn að meta stjómmálaumræður? Er hægt að bæta stjómmálaumræður og hæfi manna? Eðli stjómmálaumræðna í dag er annað en markmið mælskulistar til 62 sjá neðanmálsgrein nr. 35 hér að framan. 63 C.W. Kneupper, „Political Rhetoric and Public Competence: A Crisis for Democracy?,“ Rhetoríc Society Quarterly, Vol. XVI no. 3,1986 bls. 125-133. 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.