Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 78
Jónas Gíslason
skemmri tíma; sumir þessara manna voru í þjónustu seinasta rómversk-
kaþólska biskupsins í Skálholti, ögmundar Pálssonar, sem á hátindi
valdaferils síns var sennilega voldugri en flestir menn aðrir íslenzkir fyrr
og síðar. Pessir ungu menn áttu ekkert að vinna með fylgi sínu við
siðbreytinguna; þeir áttu miklu fremur öllu að tapa miðað við ytri
aðstæður; þeir tefldu í hættu framtíð sinni og framavon með því að halda
fast við og fylgja trúarsannfæringu sinni. Sérhver dómur yfir þeim, sem
gleymir þessu og sér aðeins pólitíska afstöðu í gjörðum þeirra, hlýtur að
verða rangur. Þess hefur gætt í alltof ríkum mæli í mati manna á sögu
siðbreytingarinnar á íslandi, að hinn trúarlegi þáttur þeirrar sögu hafi
annaðhvort verið stórlega vanmetinn eða stundum gleymzt með öllu;
mönnum hefur dulizt hin bjargfasta trúarsannfæring, sem mótaði margar
þær ákvarðanir, er þá vom teknar. Þess hafa íslenzkir siðbreytingarmenn
oft goldið, ekki sízt Gizur Einarsson, sem virðist þó hafa unnið íslenzkum
hagsmunum meir en flestir ef ekki allir samtíðarmenn hans.
Það er rétt, að siðbreytingin á íslandi varð til þess að auka
konungsvaldið hér, en meginorsök þess var ekki siðbreytingin sem
hreyfing; allar hreyfingar, hversu góðar og jákvæðar sem þær kunna að
vera í eðli sínu, má nota eða misnota, ef vilji og tækifæri er fyrir hendi.
m
Þá er komið að annarri spumingimni, sem varpað var fram í upphafi
þessarar ritgjörðar: Hve traustur er grundvöllur þeirra meginkenninga,
sem byggt hefur verið á í túlkun íslenzkrar sögu? Hefur einhveijum
staðreyndum ef til vill verið hagrætt í augljósum tilgangi?
Hér virðist full ástæða til þess að minna á einfalda en mikilvæga
staðreynd: íslenzk söguritun á miðöldum var að langmestu leyti unnin af
þjónum rómversk-kaþólsku kirkjunnar; þeir vom menntaðir í
kirkjulegum skólum og fylgdu í ritun sinni kirkjulegum forskriftum.
Nægir hér að minna á, hve snemma íslendingar leituðu út fyrir
landssteinana til menntunar; við eigum miklu eldri heimildir um slíkt en
aðrar þjóðir á Norðurlöndum. Hitt vekur einnig athygli, að ýmsir þessara
manna létu það verða fyrsta verk sitt eftir heimkomuna að stofna hér skóla
að fyrirmynd hinna erlendu, er þeir höfðu kynnzt; nægir þar að benda á
stólsskólana í Skálholti og á Hólum auk einkaskólanna tveggja í Haukadal
og Odda, sem störíuðu fram til þess tíma, er klaustur vom stofnuð hér og
klausturskólar komu til sögunnar.
Hérlendis gildir nákvæmlega hið sama um rithefð bókmennta og
almennt á vesturlöndum á miðöldum; þjónar kirkjunnar vom yfirleitt
einu lærðu menn þess tíma og allur lærdómur miðaðist meir eða minna
við þarfir heilagrar kirkju. Furðulegt er, að nú á dögum telja menn sig
geta orðið sérfræðinga í að meta og skýra þennan kirkjulega
bókmenntaarf, án þess að talið sé nauðsynlegt að afla sér
undirstöðuþekkingar á rómversk-kaþólskri miðaldaguðfræði eða
guðfræði yfirleitt. Kannski væri ekki alveg út í hött að taka upp sérstakt
76