Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 92
Kristján Búason
beztu handrita. Þá notuðu þeir félagar útgáfu þýzks guðfræðings í
Leipzig, C. Tischendorfs (d. 1874), sem byggði einkum á skinnhandriti
frá 4. öld að nær allri biblíunni á grísku. Þetta handrit hafði hann fundið
1859 í Sankti Katarínaklaustrinu á Sínaifjalli. Útgáfa þeirra á gríska texta
Nýja testamentisins frá 1881 var stórmerkur áfangi í textagagnrýni.
Útgáfuxmi fylgdi ítarlegur inngangur að vísindalegum textarannsóknum.
Um aldamótin 1900 gaf svo þýzki nýjatestamentisfræðingurinn í Berlín,
Bemard Weiss (d. 1908), út texta Nýja testamentisins, sem byggði einkum
á 4. aldar skinnhandriti af grísku biblíunni, sem hafði varðveitzt í
Vatikansafninu í Róm, en fræðimönnum hafði þá fyrir nokkru verið
veittur aðgangur að með útgáfu þess.
Undir lok 19. aldarinnar og fram á þessa starfaði í Þýzkalandi
einhver mesti guðfræðingur 19. aldarinnar, prófessor Adolf Hamack (d.
1930), síðast prófessor í Berlín. Hann var afkastamikill fræðimaður í
flestum greinum guðfræðinnar, fyrst og fremst sögu fomkirkjunnar, en
einnig í biblíufræðum, sögu kirkju feðranna og samstæðilegri guðfræði,
þ.e. trúfræði og siðfræði. Hamack fór í saumana á heimildum frá tímum
frumkirkjunnar og komst að þeirri niðurstöðu, að Baur og Tiibinger-skóli
hans hefði ekki haft fræðileg rök fyrir að hafna hefð kirkjunnar um
uppmna og söfnun rita Nýja testamentisins. Adolf Hamack varð
þekktastur fyrir nokkra fyrirlestra sína, sem komu út um 1900 undir
heitinu Was ist Chrístentum? (Hvað er kristindómur? ). Þar lagði hann að
hætti aldarmótaguðfræðinnar - eða frjálslyndu guðfræðinnar - áherzlu á
varanlegt gildi siðgæðis kristindómsins andstætt mikils hluta kenninga
hans, sem hann taldi hafa þróazt fyrir hellenistísk áhrif. Þetta rit kom út á
íslenzku árið 1926 undir heitinu Krístindómurinn í þýðingu Ásmundar
Guðmundssonar, þáverandi skólastjóra á Eiðum, síðar prófessors og
biskups.
20. öldin
Nú skal vikið að rannsóknum á sviði nýjatestamentisfræða á þessari
öld. Þeim má skipta í rannsóknarsvið eftir helztu greinum fræðanna:
1. Gríska Nýja testamentisins.
2. Textagagnrýni og textasaga.
3. Rannsóknir í sögu ritsafhs Nýja testamentisins.
4. Samtímasaga Nýja testamentisins.
5. Inngangsfræði eða bókmenntasaga Nýja testamentisins.
6. Útlegging eða ritskýring einstakra rita Nýja testamentisins.
7. Saga frumkristninnar.
8. Guðfræði Nýja testamentisins í heild og einstakra rita.
9. Rannsóknir á þeim ritum fomkirkjunnar, sem lentu utan saftisins.
Tíminn leyfir okkur ekki að gera öllum þessum rannsóknarsviðum skil,
þess vegna verður aðeins dvalið við valda áfanga og viðfangsefni.
90