Alþýðublaðið - 17.10.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.10.1924, Blaðsíða 3
ffg9YSr?»EX»!BI Sjð laoda sfn. ----- (Frh.) 9. ÁðkomakTðld með Eydöiram. Járnbrautarferjur eru merklleg aamgöngutækij þvi að þær eru 'hvort tveggja í senn, skip og jarn- braut. Þær eru, ef svo má að orði kveða, mjög digur eimskip og verða að vera, því að járnbraut — og stundum tvær þó — liggur eftir þllfarinu á þeim endilöngum. Eru stafnarnir sttffðir ofan til og þar hlið á borðstokka, en járn- brautarteinarnlr ná út á brún þilfarsins. Er stafni lagt að landi við bryggju, er járnbraut af landi liggur út á brún á, og svo hagað til, að teinar brautanna á landi og skipi standist á. Er vögnunum ekið út á skipið yfir þessi sam- akeyti, en fólk þó fara úr þeim á meðan o* annan veg í skipið, enda fylgir >*ssu toll-skoð- un og vegabrós, þegar ferjað er yflr iandamæri. Þetta, sem hér er sagt, getur átt við hverja aðra járnbrautar- ferju eins vel og ferjura yfir Eyr- arsund, en þar var óg nú. I flutn- ingunum út í ferjuna rakst ég aftur á danska iækninn, sem kom frá Færeyjum, og hafði hann verið í sömu lestinni frá Kristjaníu, þótt óg ytði hans ekki var fyrr. Lá vel á honum, því að nú var hann að komast í sitt >element<, þ. e. a. s. fððUrland sitt, og þótti mór betra en ekki að hitta hann þarna, þótt mór só annars ekki mikið um lækna geflö, því að venjulega er anaaðhvort spíritus- eða sóttvárnarlylja-þefur af þeim, og svo minna þeir rétt óhugnan- lega á hnífa, sár og skurði, lík og dauða, sem alt er ógeðfelt þeim, sem lífið er alt. Annars var þetta geðfeldasti maður, lítill og laglegur og í framgöngu svipað- astur saklauari mús. Eyrarsund er mjótt'þarna, svo að glögglega sést til. beggja landa af því, þótt dimt sé, eins og nú var, og tekur ferðin ekki nema um tuttugu mínútur. Þegar yfir það kom, hafði óg lækninn fyrir leiðarvísi um að hitta á rétta lest, því ég vissi, að hann ætlaði lika til Kaupmannaháfnar. Þegar ég var kominn í klefa, spurði ég ungan mann, sem þar var, hvort lestin færi ekki beint til Kaup- mannahafnar, því aÖ áliðið var kvöldsins. >Ja^ Schnelltog«, svar- aði hann. Ég hefl aldrei notið kenslu í dönskum talanda, og það hefir maðurinn heyrt, haldið, að ég væri Þjóðverji, og viljað sýna, að hann væri ekki blár fyrir því. Hins vegar áræddi ég ekki að segja margt við samferða Danina eftir þetta, því að óvíst var að vita, hvaða málasambreyzking ég fengi næst í audlitið. Ég stytti ■ mér því stundina með því að at- huga uppdrátt af leiðinni, sem festur var á vesrginn í klefanum, og myndir af sjálegum dönskum stöðum, sem íeldar voru í vegginn í því skyni líklegast að teygja þá, er þær skoðuðu, til ferðalaga til staðanna. Þetta iskoðunarverk ent- ist ekki, og fói óg þá að horfa út, en þar var ekkert að sjá í fyrstu nema myrkur, sem lestin þaut áfram í, en eftir nokkra stund fóru hús að skjótast aftur með, fyrst eitt og nokkur á stangli, síðan fleiri og þ( ttari, og að lok- i um gleypti borí in lestina, sem í alt í einu rann inn undir strætin og brunaði þar ' fram með trölls- legu hvási og stunum, eins og eldfnæsandi jörmungandur smygi jörðina, unz hún kyrðist og þagn- aði á aðal-járnbrautarstöð kóngs- ins Kaupmannahafnar þremur fjórð- ungum stundar fyrir miðnætti. Nú var komið í áfanga í bili, en ekki var þar með búið. Nú var að ráöa sér næturstað. Ég hafði gert kunningja mínum orð að hitta mig, þegár óg kæmi, og nam því staðar í anddyri hinnar háreistu stöðvarhallar og svipað- ist um, en sá engan. Seinna fókk óg að vita, að kunniDginn fókk ekki orðsendinguna fyrr en daginn eftir. Sem ég stend þarna, komur læknirínn og býðst til að leiðbeina mér. örkuðum við þegar til gest húss, er hann hafði hugsað sér að gista í. Éar var alt fult. Fórum við þá til hins næsta, sem hann þekti, — alt fult þar. Þá leizt þeim góða manni ekki á. Hann fókk léðan sima og hringdi hing- eð og þangað, en alls staðar var fulfc. Þá leizt mór ekki á. Gizkaði óg á, að lækninum myndi ganga betur, ef hann þyrfti ekki að ejá i fyrir nema sjálfum aér, þakkaði ÆíK. H «ED(UMSTB( írÍDÍ IJKf & j! jJisss W.D.&H.0.W íls. Bristol & Lo ion. lejtið ,Capstan‘ vMIinp! Smiistfluvepð 96 auvai*. Filst alls staðar. Z\S!5ZS!E5S5ZZnæ™Bœrsarxr2rS!F2r2!5353Eá Ofnkol og Steamkol af beztu tegund ávalt fyrirliggjandi hjá H. P. Duus.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.