Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 63
urinn, langvinsælasti og mest notaði sálmur Saltarans sem allir þekkja. Á
hættustundu fara menn gjarnan með þessar ljóðlínur sálmsins kunna:
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þó lítill vafi leiki á því að verulega hafi dregið úr lestri og notkun Davíðs-
sálma á undanfömum ámm og áratugum þá lifír arfleifðin engu síður meðal
okkar með margvíslegum hætti.
Sjálfur hef ég lagt mig sérstaklega eftir því að kanna hin fjölbreytilegu
áhrif Saltarans í menningunni, svo sem í kvikmyndum.17 Hér var þó dálítið
annað á ferðinni en tengslin við Saltarann eru þó augljós. Sálmur 23 „Drott-
inn er minn hirðir“, sem hér er vísað til, heyrir til þeim flokki sálma sem við
kennum við trúartraust.
Útlendir stjórnmálamenn grípa oft til þessa sálms þegar mikið liggur við.
Þannig minnist ég þess að þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti kom
fram í sjónvarpi og ávarpaði þjóð sína eftir árásina á Tvíburaturnana í New
York 11. sept. 2001 þá fór hann með ljóðlínu úr sálminum, þ.e. „þótt ég fari
um dimman dal þá óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér. “
Það virðist hafið yfir allan vafa að þessi sálmur hefur algjöra sérstöðu
meðal sálma Biblíunnar hvað snertir vinsældir og áhrif. Er ekki að undra að
hann skuli hafa verið nefndur „næturgalinn“ meðal sálmanna. Börn hafa
lært hann utanað við móðurkné og öldungar hafa dáið með orð hans á vör-
unum. Orðalag sálmsins er með þeim hætti að það virðist alveg óháð tíma
og rúmi og höfði jafnt til kristinna manna og Gyðinga og nái auðveldlega til
annarra trúarhópa einnig.
í íslensku samhengi er kannski mest sláandi hversu mikið hefur verið ort
út af sálminum. Þannig orti eitt okkar fremsta trúarskáld Hallgrímur Péturs-
son (1614-1674) út af þessum sálmi og var þetta eini sálmur Saltarans sem
varð honum tilefni til að yrkja út af. Alls orti hann þrjú erindi út af sálm-
inum. Annað erindið hefst þannig:
Og þó að ég í dauðans dal
döprum rási og mykra sal,
Ólukkan ei mig hræðir.
Víst því er með mér vernd þín hýr,
17 Sjá t.d. grein mína í Ritinu. Tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla íslands 3/2002.
61