Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Qupperneq 107
Það er í lagahefð Gyðinga (Halacha), einkum í Mishnah, sem þessi hug-
mynd er römmuð inn á tímalausan hátt og áháð tilteknum stað eins og Jer-
úsalem. Og það sama á sér stað með tilltiti til borgarinnar Jerúsalem í
kristnu samhengi frá tíma Konstantínusar mikla. Minnismerkið sem Grafar-
kirkjan varð verður um leið fordæmi annarra kirkjubygginga og helgiat-
hafnirnar sem við hana eru tengdar verða kveikjan að fastmótun liturgíunnar
hvort tveggja óháð landfræðilegri staðsetningu. Hin nýja Jerúsalem á sér
þannig líf í senn í lagasafni Gyðinga og helgiathöfnum kristins fólks hvar
sem er á jörðinni að mati Smith.32
Félagsvísindin gera ævinlega kröfu um að leiðrétta teóretísk vísindi
(heimspeki) með hliðsjón af raunveruleikanum. Þau ganga jafnframt gegn
tilraunum af því tagi sem upphefja siðfræði eða siðfræðileg gildi á þann stall
að þeir sem minna mega sín eigi þess aldrei kost að eygja réttlæti í raun. Og
þau útiloka þá tegund dómgreindar sem tekur ekki mið af menningar-
bundnum fyrirbærum á hverjum tíma.33 Bandaríski mannfræðingurinn
Gregory Bateson heldur því fram að hver og einn sem hugsi sér að fjalla um
hið „heilaga“ verði að gera það á þeim forsendum að gera fyrst grein fyrir
afstöðu sinni til margvíslegra þátta í heimsmenningunni, hvernig trúarbrögð
séu skilin, og loks hið meinta „heilaga“ sjálft.34
En hann gengur um leið lengra í umfjöllun sinni um hið „heilaga". Það
er auðvelt að gefa sér orsakaforsendur, segir Bateson, sem ganga í hringi
(,theorems of any tautology) og endurómar í þeim orðum þá heimspeki-
hugsun sem telur að heimspekin hafi gengið sér til húðar og öll þau vísindi
sem byggja á slíkum forsendum. En það er fleira sem kemur til í þessu efni
því ólík vísindi kalla á ólíka rökfræðilega aðferð að hans mati.35 Þekkingar-
fræðin sem snýr að lífvísindum og umhverfí almennt og yfirleitt (ecology)
er sú þekking sem fær englana til að óttast og tapa vængjum sínum að skiln-
ingi Bateson. Á grundvelli slíkra vísinda falla fjaðrimar hvort tveggja af
hugmyndum um hið yfimáttúrulega og vélræna.36
Þessi arfleið Bateson hefir á undanfömum árum tekið gríðarlegum fram-
förum innan þeirra vísinda sem einu nafni kallast hugsunarvísindi (cogn-
itive science). Þau tengja saman ólfkar vísindagreinar eins og taugalíffræði
(heilastarfsemi) og þróunarsálarfræði í þeim tilgangi að gera grein fyrir
32 Ibid., 95.
33 Svo Pierre Bourdieu, Pascalian Medilalions (ensk þýð. Richard Nice; Stanford, CA: Stanford University
Press, 2000 [1997]), hvarvetna.
34 Gregory Bateson and Mary C. Bateson, Angels Fear: Towards an Epistemology of ihe Sacred (New York,
NY: Macmillan, 1987), 50.
35 Ibid., 143.
36 Sbr. ibid., kafli 5.
105