Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 128

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 128
vaknað hvert þær kirkjur hafi sótt rétt sinn sem ekki höfðu nema einn prest í þjónustu sinni líkt og margar kirkjur hér á landi. Því er til að svara að í kirkjurétti lifði áfram sá skilningur úr Rómarétti að kirkjan, mannvirkið sjálft, óháð söfnuði og prestafélagi, gæti verið eignarhafi.93 Þar við bættist sú kenning kirkjunnar að presturinn væri sem Kristur brúðgumi kirkju sinnar og það væri í sambandi þeirra beggja sem kirkjan öðlaðist líf, yrði með nokkrum hætti „persóna“. Kirkjuréttarfræðingar áttuðu sig þó á því, og sá lögspaki páfi Innocentíus IV (1243-1254) tók af öll tvímæli um það, að ekki mætti leggja að jöfnu lögpersónu og persónu af holdi og blóði. Það væri t.d. ekki hægt að bannfæra lögpersónu og eigi heldur væri hún sálu gædd. Félagsheildin, er lá til grundvallar kirkjunni sem réttarhugtaki, væri þess vegna í mynd persónu, hún væri persóna til málamynda {persona re- praesentata) og nafn að lögum (nomen iuris) og ekkert annað.94 Páfinn virð- ist hafa viljað vara við því að hugtakið persóna í merkingunni siðferðilega ábyrg manneskja væri vanhelgað með því að nota það um óskyld fyrirbæri. Niðurstaða þessa kafla er sú að á miðöldum, og eigi síðar en um miðja 12. öld, hafi sá skilningur átt vaxandi fylgi að fagna meðal kirkjuréttarfræð- inga að hver kirkja væri sjálfstæður eignaraðili með sérstök lögvarin rétt- indi.95 Það virðist ekki skipta öllu máli í þessu samhengi hvernig lögpersóna var skilgreind fyrr á tímum, hvort hún hafí upphaflega verið samnefnari ákveðins hóps einstaklinga (safnaðar, prestafélags o.fl.) sem síðar fékk sjálfstætt líf í mynd lögpersónu eða hvort hún hafi þegar frá öndverðu verið persónugert réttarhugtak til að tryggja til frambúðar markmið þeirra sem að kirkjubyggingu stóðu. Fremur væri ástæða til að huga að því hvort sú full- yrðing fái staðist að kirkjur hafi ekki átt sig sjálfar einar og óskiptar heldur deilt eignarréttinum með öðrum. 4.3. Klofinn eignarréttur, páfinn og Skálholt Ástæða er til að ætla að á miðöldum hafi ekki verið eins rík hefð fyrir ein- staklingseignarrétti og við eigum að venjast nú á tímum. Einstaklingarnir 93 Þessi kenning hefur verið kölluð „institutttheorien" á norrænu máli (sbr. Hertzberg: Om Eiendomsretlen til det norske Kirkegods, s. 32, 38. Taranger: „Om Eiendomsretten til de norske Præstegaarde", s. 340, 343-344 (sjá 63. nmgr.)). 94 Plöchl: Geschichte des Kirchenreclits 2, s. 195-196 (sjá 90. nmgr.). Skiptar skoðanir voru um það meðal fræðimanna hvort eða að hve miklu leyti lögpersóna hefði verið „tilbúið" hugtak (fictio), þ.e. þröngt, tæknilegt hugtak sem átti fátt sameiginlegt með raunverulegum persónum og verður ekki farið nánar út í þá umræðu en hér hefur verið gert (sbr. einnig Heusler: Institutionen des Deutschen Privatrechts 1, s. 256- 258 (sjá 63. nmgr.)). 95 Magnús Stefánsson rekur nokkuð kenningar þeirra sem töldu að kirkjumar hefðu ekki verið lögpersónur. Þær hefðu eigi að síður getað átt eignir sem lifandi persónur voru fulltrúar fyrir (Staðir og staðamál, s. 194-196 (sjá 37. nmgr.)). 126
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.