Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 128
vaknað hvert þær kirkjur hafi sótt rétt sinn sem ekki höfðu nema einn prest
í þjónustu sinni líkt og margar kirkjur hér á landi. Því er til að svara að í
kirkjurétti lifði áfram sá skilningur úr Rómarétti að kirkjan, mannvirkið
sjálft, óháð söfnuði og prestafélagi, gæti verið eignarhafi.93 Þar við bættist
sú kenning kirkjunnar að presturinn væri sem Kristur brúðgumi kirkju
sinnar og það væri í sambandi þeirra beggja sem kirkjan öðlaðist líf, yrði
með nokkrum hætti „persóna“. Kirkjuréttarfræðingar áttuðu sig þó á því, og
sá lögspaki páfi Innocentíus IV (1243-1254) tók af öll tvímæli um það, að
ekki mætti leggja að jöfnu lögpersónu og persónu af holdi og blóði. Það
væri t.d. ekki hægt að bannfæra lögpersónu og eigi heldur væri hún sálu
gædd. Félagsheildin, er lá til grundvallar kirkjunni sem réttarhugtaki, væri
þess vegna í mynd persónu, hún væri persóna til málamynda {persona re-
praesentata) og nafn að lögum (nomen iuris) og ekkert annað.94 Páfinn virð-
ist hafa viljað vara við því að hugtakið persóna í merkingunni siðferðilega
ábyrg manneskja væri vanhelgað með því að nota það um óskyld fyrirbæri.
Niðurstaða þessa kafla er sú að á miðöldum, og eigi síðar en um miðja
12. öld, hafi sá skilningur átt vaxandi fylgi að fagna meðal kirkjuréttarfræð-
inga að hver kirkja væri sjálfstæður eignaraðili með sérstök lögvarin rétt-
indi.95 Það virðist ekki skipta öllu máli í þessu samhengi hvernig lögpersóna
var skilgreind fyrr á tímum, hvort hún hafí upphaflega verið samnefnari
ákveðins hóps einstaklinga (safnaðar, prestafélags o.fl.) sem síðar fékk
sjálfstætt líf í mynd lögpersónu eða hvort hún hafi þegar frá öndverðu verið
persónugert réttarhugtak til að tryggja til frambúðar markmið þeirra sem að
kirkjubyggingu stóðu. Fremur væri ástæða til að huga að því hvort sú full-
yrðing fái staðist að kirkjur hafi ekki átt sig sjálfar einar og óskiptar heldur
deilt eignarréttinum með öðrum.
4.3. Klofinn eignarréttur, páfinn og Skálholt
Ástæða er til að ætla að á miðöldum hafi ekki verið eins rík hefð fyrir ein-
staklingseignarrétti og við eigum að venjast nú á tímum. Einstaklingarnir
93 Þessi kenning hefur verið kölluð „institutttheorien" á norrænu máli (sbr. Hertzberg: Om Eiendomsretlen
til det norske Kirkegods, s. 32, 38. Taranger: „Om Eiendomsretten til de norske Præstegaarde", s. 340,
343-344 (sjá 63. nmgr.)).
94 Plöchl: Geschichte des Kirchenreclits 2, s. 195-196 (sjá 90. nmgr.). Skiptar skoðanir voru um það meðal
fræðimanna hvort eða að hve miklu leyti lögpersóna hefði verið „tilbúið" hugtak (fictio), þ.e. þröngt,
tæknilegt hugtak sem átti fátt sameiginlegt með raunverulegum persónum og verður ekki farið nánar út í
þá umræðu en hér hefur verið gert (sbr. einnig Heusler: Institutionen des Deutschen Privatrechts 1, s. 256-
258 (sjá 63. nmgr.)).
95 Magnús Stefánsson rekur nokkuð kenningar þeirra sem töldu að kirkjumar hefðu ekki verið lögpersónur.
Þær hefðu eigi að síður getað átt eignir sem lifandi persónur voru fulltrúar fyrir (Staðir og staðamál, s.
194-196 (sjá 37. nmgr.)).
126