Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 138
þó ekki fyrr en í lok 20. aldar sem fest var í lög að þjóðkirkjan, einstakar
sóknir og stofnanir hennar „[nytu] sjálfstæðrar eignhelgi og [kæmu] fram
sem sjálfstæðir aðilar gagnvart almannavaldinu eftir því sem við getur
átt“.140 Ekki er kunnugt um að þjóðkirkjan hafi fram að þeim tíma verið talin
lögformlegur eigandi annarra jarða en Skálholts í Biskupstungum eftir að
hafa þegið staðinn að gjöf frá ríkinu árið 1963.141
Löggjafarvaldið hefur ítrekað viðurkennt sérstöðu kirkjueigna og aldrei
numið úr gildi þá grunnhugmynd að hver kirkja væri persóna að lögum og
sjálfstæður eignaraðili og að æðsti vörsluréttur (jus patronatus) kirkjueigna
eftir siðaskiptin væri hjá handhafa ríkisvaldsins. Frá sjónarhóli réttarsög-
unnar, eins og hún hefur verið skilin og túlkuð í þessari grein, verður því
varla sagt að ríkinu hafi beinlínis borið skylda til að semja við þjóðkirkjuna
- eða nokkurn annan aðila ef því var að skipta - um eignarréttinn á kirkju-
jörðum eins og gert var í aðdraganda laganna um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar, nr. 76, 26. maí 1997. Annað mál er hvort ekki sé tilhlýðilegt
eigi að síður að ríkisvaldið búi þannig um hnútana að þjóðkirkjan geti í
breyttum heimi tekið við því hlutverki sem hverri kirkjustofnun var upphaf-
lega trúað fyrir - nema önnur gild trúarleg og söguleg rök mæli fyrir um
annað.
140 Stjórnartíðindi 1997. A-deild. Reykjavík 1998, s. 241 (2. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóð-
kirkjunnar, nr. 76, 26. maí 1997).
141 Kirkjuþing átti frumkvæði að því að Alþingi samþykkti lög (nr. 32, 26. apríl 1963) sem heimiluðu rík-
isstjóminni að afhenda þjóðkirkju íslands Skálholtsstað (Stjórnartíðindi 1963. A-deild. Reykjavík 1963,
s. 245. Alþingistíðindi 1962. A. Þingskjöl með málaskrá. Reykjavík 1964, s. 896-898).
136