Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 155
að eignast varanleg sambönd síðar meir sem einkennast af trausti og trún-
aði. Erikson talar um að eigind þessa sambands sé heilög nánd (hið núm-
íösa) og úr því þróast hæfileikinn til að trúa sem síðar á ævinni tengist æðri
mætti, guði (Erikson 1975). Bænin með barninu og fyrir því gegnir lykil-
hlutverki í þessu sambandi (Sundén 1970). Tengsl bamsins við móðurina
eru það náin að það samsamast í bæn hennar þeim sem beðið er til. Barnið,
sem ekki getur að neinu vemlegu leyti greint sjálft sig frá móðurinni,
myndar gegnum bænina tengsl við guð og Jesú og vemdandi engla. Dæmi
um þetta eru eftirfarandi erindi úr ljóðinu Til mömmu í ljóðabókinni Bíbí og
blaka eftir Jóhannes úr Kötlum sem út kom árið 1926.
Ó, mamma, elsku mamma.
Nú hugsa ég heim til þín,
er næturmyrkrið nálgast
og dagsins ylur dvín.
- Ég ligg hér, lftill drengur,
og les nú versin mín.
„Ó, Jesú, bróðir bezti,“
var aðstoð okkar þá.
Og kærleik hans svo hreinan
í svip þínum ég sá,
er heitan lófann lagðir þú
litla vangann á.
Ó, mamma, elsku mamma,
ég hugsa heim til þín.
„Ó, Jesú, bróðir bezti,“
þér sendi ljósin sín. -
Og guð þig gleðji, þegar
þú grætur - vegna mín.
Bænirnar og trúarhefðin
í norrænu sálmarannsókninni sem áður er vitnað til var spurt um algengustu
og vinsælustu sálmanna og bænimar. Höfundur þessarar greinar gerði auk
þess athugun á algengustu sálmum, bænum og versum sem vitnað er til í
153