Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 63
62
ótal lífssögur einstaklinga. Sú saga er safn landnáms-, ævi- og sagnaþátta.
Þar eru hin þjóðlega fróðleikssöfnun, persónusaga og ættfræði í öndvegi,
eins og Davíð Ólafsson sagnfræðingur bendir á í bókinni Burt – og meir
en bæjarleið.8 Hið seinna er áherslan á það hvernig vesturfararnir áttu að
hafa verið bæði gamla og nýja heimalandinu til sóma, urðu í raun nýtir
þegnar beggja landa og ekki minni Íslendingar við að flytjast yfir hafið á
seinni hluta 19. aldar.9 Hún virðist svo hafa stigmagnast úr því að réttlæta
umdeilda brottflutninga yfir í að sýna fram á að Íslendingar í Vesturheimi
hefðu valið sér aðra leið í lífinu en náð sama takmarki og Íslendingar í
gamla landinu, m.ö.o. orðið sjálfstæðir.10
Fyrstu rannsóknir á sögu íslenskra vesturfara sem lutu fræðilegum
aðferðum komu fram á 8. áratug síðustu aldar. Þar var beitt lýðfræðilegum
nálgunum og vesturfararnir fyrst og fremst skoðaðir sem útflytjendur frá
Íslandi, hvaðan þeir fóru, hvenær og hvaða ástæður lágu þar að baki.11 Ef
frá eru taldar nokkrar greinar á 8. áratugnum sátu persónulegar heim-
ildir lengi á hakanum.12 Sendibréf voru jafnan gefin út til að sýna brot úr
lífi þeirra sem fluttu eða þá að bréfin voru tengd þekktum einstakling-
um 20. aldarinnar.13 Þá voru stöku sinnum gefin út sendibréf við ákveðin
8 Davíð Ólafsson, „Í frásögur færandi. Vesturheimsferðir í persónulegum heim-
ildum“, Burt – og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á
síðari hluta 19. aldar, Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2001, bls. 71–128, hér bls. 126.
9 Sjá t.d. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Vestmenn. Útvarpserindi um landnám Íslendinga
í Vesturheimi, Reykjavík: útg. ekki getið, 1935, bls. 104–107.
10 Ólafur Arnar Sveinsson, „Sjálfstæði Nýja-Íslands. Sjálfstæðishugsun íslenskra inn-
flytjenda í Ameríku á 19. öld“, meistaraprófsritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands,
2011, bls. 90–91.
11 Ekki er ástæða til að rekja allar þær rannsóknir hér, en meðal þeirra eru Berg-
steinn Jónsson, „Aðdragandi og upphaf vesturferða af Íslandi á nítjándu öld“,
Andvari 100:1 (1975), bls. 28–50; Júníus H. Kristinsson, Vesturfaraskrá 1870–1914,
Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1983. Nýlegri en svipaðar rannsóknir
eru Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson, Framtíð handan hafs. Vest-
urfarir frá Íslandi 1870–1914, ritstj. Gunnar Karlsson, Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands, 2003, og Ólöf Garðarsdóttir, „Tengsl þéttbýlismyndunar og
Vesturheimsferða frá Íslandi. Lýðfræðileg sérkenni fólksflutninga frá Seyðisfirði
1870–1910“, Saga 36 (1998), bls. 153–183.
12 Sjá Bergsteinn Jónsson, „Frá sauðfjárbúskap í Bárðardal til akuryrkju í Wisconsin.
Þættir úr dagbókum Jóns Jónssonar frá Mjóadal“, Saga 15 (1977), bls. 75–109.
13 Áður eru nefndar bækur um bréf Stephans G. Stephanssonar, en síðar kom út
þriggja binda verk um sendibréf til skáldsins, sjá Bréf til Stephans G. Stephanssonar:
Úrval I–III, Finnbogi Guðmundsson annaðist útgáfuna, Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, 1971–1975. Sjá einnig Doktor Valtýr segir
óLAfuR ARnAR svEinsson