Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 112
111
Sólskin
Sigurður Júlíus Jóhannsson (1868–1956) var skáld og læknir og mjög ást-
sæll maður í Íslendinganýlendunni í Winnipeg. Hann ritstýrði Lögbergi og
þar með barnablaði þess, Sólskini, á árunum 1915–1917. Barnablaðið var
hluti af stóra blaðinu Lögbergi og hóf göngu sína 7. október 1915. Það er
ekki sérstakt blað heldur tæpur helmingur af einni blaðsíðu stóra blaðsins
prentað báðum megin. Það er bæði myndrænt og táknrænt hvernig stóra
blaðið fæðir af sér litla blaðið því ætlast var til að börnin klipptu litla blaðið
út og héldu barnablaðinu sínu til haga. Í því birtust tilfinningasamar og
siðbætandi dæmi- og dýrasögur og sögur af góðum börnum. Jafnframt
sendu börnin lesendabréf í Sólskinið sem ritstjórinn birti.24 Eina átakanlega
sögu segir Tirfingur Hansson, 9 ára. Móðir hans hefur farið með eina
dóttur til Ameríku árið 1912 og skilið hann og litla systur eftir í Reykjavík
í fóstri. Ári síðar sendir hún eftir drengnum sem hefur grátið og beðið en
systir hans er enn á Íslandi þegar hann skrifar bréfið þremur árum síðar.25
Börnin tjá sig hiklaust um pólitík eins og þessi tíu ára femínisti: „Ef
ég ætti eina ósk, þá mundi ég óska að stríðið væri búið, því þá kæmi hann
pabbi minn heim aftur, og ef ég ætti aðra ósk, þá mundi ég óska að konur
mættu greiða atkvæði, því mamma segir að þá yrði aldrei stríð og þá hættu
mennirnir að drepa hver annan. Með kærri kveðju til þín og sólskins-
barnanna. olive Marion Chiswell, 10 ára.“26 Sögur og fréttir ofan af Íslandi
voru stundum sagðar í blaðinu og nokkrum sinnum komu „gestastjörnur“
frá gamla landinu eins og fjórtán ára drengur, H. Guðjónsson frá Laxnesi,
sem hafði skrifað um Sólskinið í barnablaðið Æskuna í júní 1916. Hann lýsir
þar fagurlega hve mannbætandi reynsla það sé að sitja yfir ám á íslenskum
sumarnóttum.27
Ári eftir að hjásetugrein Halldórs birtist í Sólskini skrifar níu ára stúlka,
Martha Violet Guðlaugsson, bréf til blaðsins þar sem hún lýsir aðstæðum
sínum. Hún og fjölskylda hennar hafa búið fimm ár í Vesturheimi. Martha
24 Í jólablaði Lögbergs árið 1979 birtist greinin „Sólskin“ eftir Ingibjörgu Eylands
sem minnist barnablaðsins Sólskins með hlýju, svo og lesendabréfs sem hún sendi
blaðinu árið 1916 þegar hún var 8 ára. Það var þetta lesendabréf Ingibjargar litlu
Bjarnason sem Halldór Laxness vitnaði til í grein sinni í Æskunni 1. júní 1916 sem
dæmis um það hve vel litlu börnin í Ameríku skrifuðu. Ingibjörg hyllir Sigurð Júlíus
í þessari grein fyrir þá gleði sem hann færði litlum lesendum Sólskins.
25 Sólskin: Barnablað Lögbergs 2. desember 1915, bls. 6.
26 Sólskin: Barnablað Lögbergs 9. desember 1915, bls. 5.
27 H. Guðjónsson frá Laxnesi, „Sólskinsbörn: Kveðjusending frá landa ykkar og vini
austur á Íslandi“, Sólskin: Barnablað Lögbergs 15. júní 1916, bls. 5–6.
„VIð HÉRNA Í VESTRINU“