Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 13
12
þekktasta dæmið um slíka leiki er Final Fantasy röðin sem var upphaflega
búin til af japanska leikjahönnuðinum Hironobu Sakaguchi.9 Vinsældir
raðarinnar birtast m.a. í því að Final Fantasy XV (jap. ファイナルファンタ
ジーXV) mun verða eitt helsta flaggskip nýjustu leikjatölvunnar sem Sony
framleiðir, Playstation 4, nokkuð sem gerir vélina einkar söluvænlega í
Japan.10 Einn mikilvægasti þáttur hlutverkaleikja er langtímaramminn því
hann skapar ráðrúm fyrir spilara til að þróa persónurnar sem hann eða hún
stýrir og fylgjast með „þroska“ þeirra og lífsreynslu.
Annals of Rome og Alter Ego bregða birtu á sögufrægt deilumál leikja-
fræðanna, ágreining sem stundum er lýst sem fyrsta „klofningi“ hins nýja
fræðasviðs, og þau einkenni leikjanna sem fjallað hefur verið um hér að
ofan aðstoða okkur við að nálgast forsendur deilu sem ríkt hefur innan
leikjafræðinnar um eðli gagnvirkra miðla, ásættanleg viðhorf í garð leikja-
formsins og hvað talist getur til nýtilegra fræðilegra greiningartækja og
aðferða.11
en hinir ýmsu undirflokkar stéttanna ganga undir fjölmörgum ólíkum nöfnum.
Riddari getur til dæmis verið stríðs- eða hermaður, barbari eða dragúni. Það er þó
ekki endilega alltaf tilgreint um hverskonar persónugerð er að ræða. Það sama á
við um persónur sem hneigjast til galdra. Skilin hér á milli eru heldur ekki algjör
og algengt að persónur séu nokkuð jafnvígar á hefðbundin vopn og galdra, eða þá
að spilarinn geti ræktað þessa þætti eftir eigin geðþótta.
9 En þótt hefðbundnir japanskir hlutverkaleikir eins og Final Fantasy nýti sér áður-
nefnda miðalda umgjörð þá hefur það verið að breytast. Frá og með Final Fantasy
VII (1997, jap. ファイナルファンタジーVII), að undanskildum Final Fantasy IX
(2000, jap. ファイナルファンタジーIX) sem sækir í rætur leikjaraðarinnar, hafa
róttæk umskipti átt sér stað á söguheiminum. Meiri áhersla er nú lögð á nýja gerð
fantasíu sem tekur mið af annarri fagurfræði hvað varðar samband tækni, töfra og
tísku. Þetta á jafnframt við um margar aðrar vinsælar hlutverkaleikjaraðir í Japan,
eða „JRPG“-leiki (e. Japanese Role-Playing Games), sem gjarnan víkja frá hinni
„klassísku“ evrópsku sviðsmynd. Final Fantasy serían gerir það nær algjörlega þegar
líða fer á nema í laustengdum framhaldsleikjum (e. spin-offs) eins og Final Fantasy:
Heroes of Light (2010, jap. 光の4戦士 ファイナルファンタジー外伝) og Final Fantasy
Explorers (2014, jap. ファイナルファンタジ エクスプローラーズ). Hins vegar styðst
næst stæta „JRPG“-röðin, Dragon Quest (1986–2014) ennþá við hefðbundið útlit
í þessum skilningi og einnig mætti nefna Suikoden leikina(1995–2012). Star Ocean
serían (1993–2010) er hins vegar dæmi um „JRPG“-leiki þar sem táknkerfi og
minni vísindaskáldskapargreinarinnar er innlimað, en einnig mætti nefna í því sam-
hengi Xenogears (1998, jap. ゼノギアス). Líkt og í öðrum hlutverkaleikjum blandar
Final Fantasy saman langtímamarkmiðum og undirfrásögnum, þeim seinni gjarnan
í formi hættulegra en gróðvænlegra hasarævintýra.
10 Sony hefur reyndar beitt sömu aðferð áður. FF7 (1997) seldi á sínum tíma Play
Station leikjatölvuna og FF10 (2001) átti stóran þátt í sölu PlayStation 2 í Japan.
11 James Newman, Videogames, New York: Routledge, 2004, bls. 91; Simon Egenfeldt–
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG NöKKVI JARL BJARNASoN