Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 25
24
hægt að treysta á að „samkeppnin“ sem vísað er til hér að ofan hafi upp-
byggjandi áhrif á „viðgang hugsunar“.33
Það má því færa rök fyrir því að nýtt árþúsund hafi ekki boðið upp á
kjöraðstæður innan akademíunnar fyrir nýtt fræðasvið til að hasla sér völl
líkt og leikjafræðin leitaðist við að gera á ofanverðum tíunda áratug síðustu
aldar og öndverðu nýju árþúsundi. Átök frásagnar- og spilunarsinna sner-
ust að hluta um þau miðlægu gildi sem áttu að leggja grunninn að leikja-
fræðinni sem fræðigrein. Deilan var þó ekki aðeins fræðileg heldur einnig
menningarpólitísk og hagsmunatengd þar sem (tilvonandi) leikjafræðingar
höfðu ríkra hagsmuna að gæta þegar að því kom að kynna til sögunnar
nýja fræðigrein og réttlæta tilvist hennar sem sjálfstæðs fræðasviðs, útskýra
stöðu hennar í víðara akademísku samhengi samhliða því sem skórinn
kreppti sem aldrei fyrr þegar að fjárveitingum, ráðningum og almennu
styrkjaumhverfi innan hugvísindanna kom.34 Spilunarsinnarnir gerðu sér
grein fyrir því að ef „leikir eru skilgreindir sem frásögn má teljast sennilegt
að rannsóknarstyrkirnir endi í bókmennta- eða kvikmyndafræðideildum.
Ef leikir eru skilgreindir sem lítt annað en menningarkimi unglinga minnka
líkurnar á styrkjum úr menntamálaráðuneytum, það verður erfiðara að ná
athygli „alvarlegra“ fjölmiðla, og sú leið sem skrif um efnið þurfa að ferðast
til að rata inn í bókasöfn og rannsóknarbókasöfn lengist.“35 Þeir vissu líka
33 Modern Language Assocation í Bandaríkjunum gaf út í maí síðastliðnum skýrslu
þar sem m.a. segir, „Við stöndum frammi fyrir veruleika sem ekki stendur undir sér,
miðgildisnámstími að doktorsprófi í tungumálum eða bókmenntum er níu ár og
aðeins 60% eiga þess von að fá stöður sem leitt geta til fastráðningar.“ MLA Task
Force on Doctoral Study in Modern Language and Literature, „Report of the MLA
Task Force on Doctoral Study in Modern Language and Literature“, maí 2014,
sótt 18. október af http://www.mla.org/pdf/taskforcedocstudy2014.pdf. Sjá einnig
Russell A. Berman, „Defending MLA Reform Plan“, Inside Higher Ed, 21. júlí,
2014, sótt 17. október 2014 af https://www.insidehighered.com/views/2014/07/21/
essay-defending-mla-report-doctoral-education; Barbara Bogaev, „Are the Hum-
anities in Crisis?“ Ted Radio Hour, áheyrilegt á slóðinni http://www.kcrw.com/
news-culture/shows/to-the-point/are-the-humanities-in-crisis.
34 Tölvuleikir eru í senn mjög ungur og mjög gamall miðill. Ef við lítum á tölvuleiki
sem afurð þeirrar tækni sem gerði þá mögulega er aðeins hægt að rekja sögu þeirra
aftur til sjötta áratugarins á tuttugustu öld. Ef við sjáum tölvuleiki hins vegar sem
áframhald á sögu hefðbundinna leikja nær saga þeirra þó líklega allt aftur til for-
sögulegra tíma. Það er sökum þess að maðurinn hefur að öllum líkindum leikið sér
rétt eins og önnur dýr áður en ritmálið kom til sögunnar. Bæði sjónarmiðin hafa
ýmislegt til málanna að leggja. En hvernig sem litið er á það þá markar tölvutæknin
söguleg skil í þessu samhengi.
35 Simon Egenfeldt–Nielsen, Jonas Heide Smith og Susana Pajares Tosca, Under-
standing Video Games, p. 23.
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG NöKKVI JARL BJARNASoN