Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 148
147
Í samtalinu við Óla Gneista frá 30. september 2009 segist Eggert
Sólberg ekki hafa í huga að taka próf í námskeiðinu, en Óli Gneisti legg-
ur sama dag áherslu á það við félaga sína á umræðuþræðinum að fara þó
ekkert „lengra með þetta fyrren [svo] E. er búinn að klára kúrsinn og fá
mat mitt, að kennarinn hafi verið málefnalegur í allri kennslu sinni og umræðu um
trúarbrögð, trúfélög, samtök, lífsskoðanir, stefnur og strauma, hverju nafni sem
það gengur undir. Engu var slegið fram án rökstuðnings, ekkert sagt sem ekki var
hægt að vísa til í efni kennara, jafnt glærum sem öðru kennsluefni. Mér þykja þær
ásakanir furðu sæta er Bjarni Randver sætir og er kunnugt um að aðrir nemendur
er sátu námskeiðið eru einnig forviða yfir málinu í heild sinni.“ Davíð Þór Jónson
segir: „Bjarni Randver lagði áherslu á að akademísk skoðun á hópum af þessu tagi
þyrfti að eiga sér stað í samtali við fylgismenn þeirra. Aðeins með því móti mætti
gera sér marktæka grein fyrir sjálfsmynd þeirra og afstöðu til umhverfisins, en
niðurstaða slíkrar skoðunar væri með öllu ómarktæk færi samtalið ekki fram af
algjöru fordómaleysi. Bjarni Randver lagði þó jafnframt ríka áherslu á akademískt
sjálfstæði skoðandans, þessir hópar geti ekki farið fram á að skoðandinn taki upp
hugtakanotkun þeirra gagnrýnislaust í sínu fræðilega starfi. […] Bjarni Randver
gætti í hvívetna algers hlutleysis gagnvart boðskap og kenningum þessara hópa.“
Sigurjón Ólafsson segir: „Ég er sjálfur utan trúfélaga og hef verið í hópi þeirra sem
eru gagnrýnir á verk þjóðkirkjunnar og boðun. Ég get hins vegar engan veginn
tekið undir að Bjarni Randver hafi í sinni nálgun verið erindreki þjóðkirkjunnar
eða andstæðingur þeirra sem eru guðleysingjar eða efahyggjumenn. Það var ekkert
í glærunum sem orkaði þannig á mig heldur. Hann lagði sjálfur sérstaka áherslu
á hlutlægni og gagnrýna hugsun í pósti sem við fengum í aðdraganda próflesturs
fyrir námskeiðið um nýtrúarhreyfingar. Það fannst mér vel gert hjá honum og
undirstrikaði þær áherslur sem hann hafði í kennslunni þennan veturinn.“ Bergþóra
Þorsteinsdóttir segir: „Ég get staðfest að ég upplifði engan áróður eða skítkast
af neinu tagi á einn eða neinn sem Bjarni Randver var með fyrirlestra um. […]
Kennslan hjá Bjarna var til fyrirmyndar, lagði hann mikið á sig til að við fengjum
sem mest út úr námskeiðinu“. Jakob Ævarsson segir: „Að engu leiti [svo] tel ég að
það hafi verið brotið á siðferðislegu né akademísku hlutleysi í þessum áfanga, enda
er Bjarni Randver einn sá vandvirkasti fræðimaður sem ég hef kynnst í mínu námi
í þrem deildum innan HÍ.“ Svala Kristín Þorleifsdóttir segir: „[…] þykir mér mjög
athugaverð gagnrýni sem snýr að því að Bjarni sé með einhversskonar trúvörn fyrir
Þjóðkirkjuna. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að alla önnina sat ég og velti
því fyrir mér í hvaða trúfélagi Bjarni væri eigilega [svo] í, ef einhverju, því ég var
sannfærð um að hann gæti allavega ekki verið í Þjóðkirkjunni. Líklega var það vegna
þess hve gagnrýninn kennari Bjarni er. Aldrei komst ég að neinni niðurstöðu, og
ekki spurði ég hann, en þóttist ég nú aldeilis viss að hann væri allavega ekki krist-
inn og líklega guðleysingi eins og ég! Eins og gefur að skilja var ég þá hissa og fór
eigilega [svo] bara að hlæja þegar ég sá að ýjað væri að því að hann væri með trúvörn
fyrir þjóðkirkjuna.“ Þrátt fyrir að kærendur Bjarna Randvers hafi nú um alllangt
skeið haft þennan vitnisburð nemenda undir hendi hefur hann á engan hátt breytt
afstöðu þeirra. Greinargerð Sigríðar Ingólfsdóttur var skrifuð 4. desember 2010,
hinar sex voru unnar 8. til 16. maí 2011, eftir að Vantrú hafði dregið fyrri kæru sína
til siðanefndar HÍ til baka.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?