Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 149
148
einkunn“.34 Daginn eftir ákveða vantrúarfélagar að kæra Bjarna, en Reynir
Harðarson hvetur þá til þess að kalla „það ábendingu og beiðni um skoð-
un, ekki kæru eða kvörtun“.35Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst almenn-
ingsálitið, en auðvitað er niðurstaða ,ábendingarinnar‘ sú sama, siðanefnd
HÍ tekur fyrir kærur. Reynir segir:
Kæra – við erum aumingjar sem þolum engan mótbyr
Kvörtun – við erum nöldurskjóður
Ábending – skal þetta kallast.36
Fyrstu dagarnir í október fara síðan í að undirbúa ,ábendinguna‘ en van-
trúarfélagar sammælast um að gera síðan ekkert fyrr en námskeiðinu sé
lokið og nemendur hafi fengið einkunnir.
Síðustu vikuna í janúar hefst síðan vinnan við undirbúning kæranna
þriggja á nýjan leik. Hjörtur Brynjarsson segist hlakka til að sjá hvað
stjórnin komi með og segir „um að gera að jarða þennan fávita með háði
og alvöru í einni massífri all-out attack“.37 Nýr formaður Vantrúar, Reynir
Harðarson, tekur undir orð Hjartar um allsherjar atlögu og segist sjálfur
hafa mælt með „all out attack“. Hann hvetur til þess að óskað verði „eftir
fundi með Bjarna Randver“ [svo] til að vantrúarfélagar geti sagt að þeir
hafi „rætt við hann“ og að jafnframt verði óskað eftir fundi með rektor
og hugsanlega Pétri Péturssyni (sem Reyni „langar ekki að hitta“). Síðan
á að senda siðanefnd HÍ erindi. Auk þess má skrifa grein um málið á vef
Vantrúar þar sem glærurnar verði birtar að hluta til eða í heild og bætir
Reynir við að hugsa megi sér þetta sem „Bjarna Randvers-viku/mánuð“.
Sú varð raunin. Á vef Vantrúar birtust þrettán ritstjórnargreinar um málið
frá 15. febrúar til 10. mars 2010, auk þess sem ýmsir vantrúarfélagar skrif-
uðu um málið á bloggsíðum sínum og á vef félagsins.38 Að lokum leggur
Reynir til að vakin verði athygli fjölmiðla á málinu, hann vill skipuleggja
„háðs-gjörning“39 og kallar eftir hugmyndum. Næstu dagar fara í skipu-
34 Óli Gneisti Sóleyjarson, „SBR“, kl. 17.31, 30. september 2009.
35 Reynir Harðarson, „SBR“, kl. 22.44, 1. október 2009.
36 Reynir Harðarson, „SBR“, kl. 22.34, 1. október 2009.
37 Hjörtur Brynjarsson, „SBR“, kl. 17.32, 26. janúar 2010.
38 Greinar sem birtust gegn Bjarna á vef Vantrúar og ýmsum bloggum eru nú hátt á
annað hundrað.
39 Reynir Harðarson, „SBR“, kl. 10.16, 27. janúar 2010.
GuðNi ElíssoN