Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 203
202
biskup ögmundur væri í landi eða á lífi, mundi aldri guðs orð fara
fram, eður þeir siðir; sigldi hann þá, og síra Pétur Einarsson með
honum, og voru fyrir utan það árið sem að Diðrik var í Skálholti
drepinn [...].38
Þá má geta þess að í Biskupa-annálum segir um Svein spaka Pétursson
Skálholtsbiskup (1466–1475) að hann hafi verið forspár, framsýnn og skil-
ið hrafnamál, þótt ýmsir hafi ætlað að fremur talaði til hans góður eða
illur „engill“ í hrafns líki.39 Á hann að hafa sagt fyrir um að í tíð fjórða eft-
irmanns síns, en það var Gissur Einarsson, mundu „siðaskipti koma í land
á öllu: messusaung og tíðagjörðum, hríngíngum og helgihöldum“ og það
aukast í tíð eftirmanna hans með tilheyrandi hnignun Skálholtsstaðar.40
Í orðræðu guðfræðinga verður þess vart að heitið siðaskipti er ekki
talið eiga við umbótastarf Lúthers sökum þess að forliður þess, siður,
vísi til trúarbragðanna sjálfra.41 Er heitið þar með talið lýsa of róttækri
breytingu fyrir endurskoðunarstarf Lúthers.42 Svo virðist þó að orðið
kunni í þessu sambandi að vera túlkað um of í ljósi kristnitökufrásagnar
Ara fróða Þorgilssonar (1067–1148) í Íslendingabók en þar eru Þorgeiri
Ljósvetningagoða sem kunnugt er eignuð þau orð að allir skyldu hafa
38 Jón Egilsson, „Biskupa-annálar Jón Egilssonar, með formála, athugagreinum og
fylgiskjölum eptir Jón Sigurðsson“, Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu
og nýju I. b., Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag, bls 15–136, hér bls.
68. Sjá og Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 18, 21.
39 Jón Egilsson, „Biskupa-annálar“, bls, 37–38.
40 Jón Egilsson, „Biskupa-annálar“, bls. 38
41 Jónas Gíslason, Siðbreytingin á Íslandi, Reykjavík: Háskóli Íslands, Guðfræðideild,
1976, bls. 4. (Fjölfaldað handrit). Sjá einnig Einar Sigurbjörnsson, Kirkjan játar,
bls. 7.
42 Fyrir þessu mati kunna að liggja a.m.k. tvær ástæður. önnur felst í þeirri staðreynd
að klofningur kirkjunnar á 16. öld leiddi ekki til að fram kæmu ný trúarbrögð
heldur eru rómversk-kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjur greinar á sama
meiði og eiga í fjölþættum samkirkjulegum (ekumenískum) samskiptum. Hin felst
í því að í seinni tíð hefur gætt þeirrar tilhneigingar að leggja meiri áherslu á sam-
hengi en rof í íslenskri kirkjusögu (líkt og löngum var gert í bókmenntasögunni
sbr. kenningar Sigurðar Nordal (1886–1974) um „samhengið í íslenskum bók-
menntum“. Sjá Sigurður Nordal, „Samhengið í íslenzkum bókmenntum“, Íslenzk
bókmenntasaga 1400–1900, Sigurður Nordal setti saman, Reykjavík: Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar, 1924, bls. ix–xxxii) og tengja þar með þá þjóðkirkju sem nú
starfar við kirkju kristnitökutímans og miðaldanna. Sú áhersla var t.d. rík í tengslum
við kristnihátíðina 2000. Sjá Karl Sigurbjörnsson, Þjóðkirkja í 1000 ár, Reykjavík:
Skálholt, 1998.
hJalti huGasoN