Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 253
252
skilningi að hann sé hrein virkni skynseminnar. Hvaða rullu spilar siðlegt
ágæti í þessari hugmynd? Þótt guð sé fullkomlega réttlátur í niðurskipan
alheimsins og einstakra örlaga, er erfitt að ímynda sér að þessi skynsemi
innihaldi samvinnudyggðir – félagsdyggðir – a.m.k. á sama hátt og mann-
eskjur. Aristótelesi fannst slík hugmynd fáránleg (Siðfræði Níkomakkosar
10.8.1178b8–15):
Nú gefur annað atriði einnig til kynna að fullkomin farsæld sé hug-
leiðing: við gerum ráð fyrir að guðir séu öðrum æðri að sælu og
farsæld, en hvaða athafnir ættum við að eigna guðum? Réttlátar
athafnir? En þættu þeir ekki hlægilegir ef þeir gerðu samninga,
endurgreiddu skuldir og svo framvegis? Eða djörfung; að mæta
ógnum og tefla á tvær hættur af því slíkt er göfugt?Eða veglyndi? En
hverjum gefa guðir? Vissulega væri undarlegt ef guðir hefðu pen-
inga eða eitthvað slíkt. og hvernig yrði hófsemi guðanna? Er ekki
smekklaust að bera slíkt lof á guði, sem hafa engar slæmar langanir?
Þótt allar athafnir væru taldar til kæmi í ljós að hvaðeina sem snertir
athafnir er lítilsvert og ósæmandi guðum.
Réttlæti verður í mesta lagi skilið sem góðvilji.38 Þetta kann að duga til
að koma siðlegum dyggðum fyrir í guðslíkinu, sem eins konar tjáningu á
mannlegri skynsemi, þótt þær hljóti að falla undir þessa skynsemi.39
Ú T D R Á T T U R
Sifjafræði hamingjunnar
Forngrikkjum var tíðrætt um hamingjuna. Gegn brothættum lífum dauðlegra
manna tefldu þeir fram valdi og ódauðleika guðdómsins; þeir hömpuðu rétt-
læti Seifs og velgengni þeirra sem ekki ögra guðunum. En hamingja manna var
ekki undir þeim sjálfum komin, heldur guðdómnum. Við lok fimmtu aldar f.Kr.
umbyltu heimspekingar þessari hugmynd; sú umbylting markar upphaf heim-
spekilegrar siðfræði. Innra ágæti mannsins er aðskilið annars konar gæðum, ágæt
skapgerð og vit eru aðskilin ytri gæðum, og verða innri gæðin sjálfur mælikvarði
38 Sjá einkum Richard Bodéüs, Aristotle and the Theology of the Living Immortals,
Albany: State University of New York Press 2000, k. 5, upphaflega Aristote et la
théologie des vivants immortels (St-Laurent, Québec: Bellarmin, 1992).
39 Bestu þakkir til ritrýna. Grein þessi styðst nokkuð við væntanlega grein höfundar,
„on Happiness and Godlikeness before Socrates“, Ancient Philosophers on Happiness,
ritstj. E.K. Emilsson et al., oxford: oxford University Press.
sVaVaR hRafN sVaVaRssoN