Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 261
260
og spurningarnar sem hann fær eru hálfskelkuð. Þau eru hikandi og til-
baka. Fólk nefnir að hann hafi nafngreint. Það spyr varfærnislega, ef ekki
kurteislega, hvers vegna hann hafi gert það. Þegar Jón Baldvin var ráð-
inn til kennslu við Háskóla Íslands í sumarlok 2013 og við Helga Þórey
Jónsdóttir gerðum opinberlega athugasemdir við þá ákvörðun upplifðum
við svo sannarlega eitthvað allt annað og öðruvísi en saklausar spurningar
á borð við „Af hverju sagðirðu þetta?“ Við upplifðum algjöran viðsnúning
í okkar félagslega raunveruleika.
Í ljós kom að við höfðum móðgað rokkstjörnu vina okkar. Við höfðum
rofið samstöðuna. Elítunni og vinstrinu á Íslandi, menntastéttinni, borg-
arastéttinni, var ofboðið. Fólkinu sem skrifar bækurnar sem við lesum,
fólkinu sem kennir okkur í skólunum, ritstýrir fjölmiðlunum sem við lesum
og skrifar pistlana sem allir deila á Facebook. Þetta fólk spurði okkur ekki
varfærnislega hvers vegna við hefðum ákveðið að skrifa opinberlega um
hvað okkur fyndist um Jón Baldvin.
Þvert á móti kallaði það okkur fasista og nasista, sveiflaði fram orðum
eins og „berufsverbot“, talaði um kvalalosta, gægjufýsn og hefndarþorsta,
kallaði okkur meinfýsin skítseiði, beiskjufulla og hatandi kúgara, brennu-
varga og talíbana.
Þetta voru yfirlýstu femínistarnir, kommarnir, listamennirnir og krat-
arnir. Þetta var fólkið sem í versta falli hafði sýnt okkur góðlátlega þögn
fram til þessa og hafði í besta falli tekið þátt í baráttunni, skrifað innblásna
pistla, skáldverk og fyrirlestra til stuðnings málstað okkar.
Andrúmsloftið í kringum okkur varð rafmagnað. Steinar Bragi sleppur
við þetta allt saman og ég leyfi mér að segja: Það er bara af því að hann er
karl. Það er óþolandi og ömurlegt.
Af hverju – Kata – akta?
Ég velti fyrir mér hvers vegna Kata fer þá leið sem hún fer. Ég skil það
ekki. Söguhöfundur, höfundur og Kata sjálf vita öll mætavel að konur
hefna ekki. Karlar hefna.
Það var meira í lífinu og menningunni en hefnd. En það var athygl-
isvert hvernig sumum virtist leyfilegt að hefna en öðrum ekki.
Hefndin og framkvæmd hennar var veruleiki karla. Þótt ekki allir
létu slag standa, frekar en að allir væru hetjur, bjó hefndin að minnsta
kosti í þeim sem möguleiki. Eins og dæmin sýndu:
hilduR lilliENdahl ViGGósdóttiR