Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 349
348
hjá Evrópusambandinu.50 Þannig getum við ekki látið sem „rými“ internets-
ins sé einfaldlega ókeypis og aðgengilegt öllum.
Annar fyrirvarinn er sá að í að því er virðist endalaust útþenjanlegum
hnattrænum tengimöguleikum skjóta nú upp kollinum ný falin afbrigði
sambandsleysis. Stafræna gjáin hefur verið ofarlega á baugi síðan á síðari
hluta tíunda áratugarins. Í sumum löndum – til dæmis Bandaríkjunum,
Danmörku og Suður-Kóreu – er aðgangur að interneti svo mikill að net-
heimurinn þjónar að því er virðist sem almenn skírskotun. Í Bretlandi hafa
stjórnvöld hins vegar ekki dregið slíka ályktun. Sambandsleysi verður enn
alvarlegra vandamál þegar horft er út fyrir Vesturlönd þar sem verð tölvu
sem hlutfall af meðalmánaðarlaunum á ársgrundvelli er æði mismunandi.
Víða í heiminum er það aðeins á færi lítils minnihluta að eignast tölvu til
einkanota.51 Þá fer aðgangur að interneti eftir kyni innan sumra ríkja, til
dæmis í Mið-Austurlöndum, og eins eftir stétt og kynþætti. Bandaríski
fræðimaðurinn Ellen Seiter orðar þetta svona: „merkja má að börn elít-
unnar og sérfræðimenntaðra borgarbúa kynnast nýrri tækni á öðruvísi
hátt en fátæk börn“. „Ábatahringur“ greiðs aðgangs að tölvum, kunnáttu á
þeim og félagslegrar aðstoðar leiðir til vítahrings fyrir þá sem vantar þessa
hluti: Þetta ójafnrétti teygir sig að öllum líkindum inn í veröld félagslegra
samskiptaneta.52
50 Charles Petersen, „Google and Money!“, New York Review of Books, 9. desember
2010, bls. 60–64; Maggie Shiels, „Google and Verizon’s online Vision for “open
Internet”“, 10. ágúst 2010, www.bbc.co.uk/news/technology-10920871. [Þýð.: Hér
vantar hvenær efnið var sótt af vefsíðu BBC.] The Guardian, 24. júní 2011, flutti
fréttir af því að yfirvofandi væri rannsókn Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna
á Google.
51 Almenn internetnotkun er um 78,3% (BNA), 80,9% (Suður-Kórea) og 85,9%
(Danmörk): www.internetworldstats.com; aðgengi að þráðlausu interneti er hins
vegar 89,8% í Suður-Kóreu, samkvæmt tölum oECD: www.oecd.org/document/
54/0,3746,en_2649_34225_38690102_1_1_1_1,00.html (sótt 6. september 2011).
Um áframhaldandi stafræna gjá í Bretlandi: ofcom, Digital Britain Final Report,
2009, http://webarchive.nationalarchives.gov.uk og www.culture.gov.uk/images/
publications/digitalbritain-finalreport-jun09.pdf, , sótt 5. september 2011; ofcom,
„UK Consumers Embrace Digital Communications“, 17. desember 2009, http://
consumers.ofcom.org.uk/news/uk-consumers-embrace-digital-communications/,
sótt 5. september 2011 [Þýð.: Uppfærði úreltan tengil.] og um stafræna gjá á hnatt-
ræna vísu: ITU/UNCTAD, World Information Society Report, 2007, www.itu.int/
osg/spu/publications/worldinformationsociety/2007/report.html, sótt 5. septem-
ber 2011. Um hlutfallslegan kostnað tölvu: Andrew Chadwick, Internet Politics, bls.
65.
52 Um Mið-Austurlönd, Deborah L. Wheeler, „Blessings and Curses: Women and
the Internet Revolution in the Arab World“, Women and Media in the Middle East,
NiCk CouldRy