Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 353
352
– hvernig orka textar nákvæmlega á viðtakendur og hvernig vinna viðtak-
endur með textum? – virtust þær spurningar viðráðanlegar. Tækninýjungar
(myndbandsupptökutæki til heimabrúks, mikil fjölgun sjónvarpsstöðva
vegna gervihnattatækni og kapalsjónvarps) höfðu ekki breytt rannsóknar-
viðfanginu í grundvallaratriðum, þrátt fyrir spár um annað. Svo var að sjá
að viðtakendur – mitt eigið áhugasvið – væru í stórum dráttum tryggilega
staðsettir í einu tilteknu þjóðlandi þegar kom að valkostum um mismun-
andi miðla og miðlun. og við upphaf níunda áratugarins vorum við byrjuð
að skilja hlutverk miðlunar í því að viðhalda þjóðum.63
Næsta áratuginn uxu miðlunarrannsóknir á breiddina. Við byrjuðum
að kunna að meta allt það sem viðtakendur gera annað en að horfa, lesa
eða hlusta á texta, og í því samhengi voru rannsóknir á samfélögum aðdá-
enda aðeins eitt nokkurra mikilvægra nýrra sviða. Miðlun var ekki leng-
ur skoðuð sem lokuð hringrás, framleiðsla-dreifing-viðtökur, heldur sem
stærra miðlunarferli sem teygist um rýmið. Rannsóknir miðlunarfræða og
miðlunartengdrar vinnu innan mannfræði tóku smám saman að nálgast.64
Internetið, veraldarvefurinn og farsímar þrýstu tölvutengdum samskiptum
og farsímamiðlun fremst á rannsóknarsviðið,65 með vaxandi óvissu um
hvort hið miðlæga afl hefðbundinna miðla myndi lúta í lægra haldi fyrir
dreifðara rými framleiðslu og neyslu á netinu.66 Samt sem áður stóðu mál
þannig árið 2005 að litlar breytingar höfðu orðið á sviði miðlunarrann-
sókna.
Á tímanum sem liðinn er frá árinu 2005 hefur mun fleira skekið undir-
stöður miðlunar og miðlunarrannsókna. Samleitni á sviði stafrænnar miðl-
unar hefur aukist gífurlega. Það er orðið alvanalegt að láta eigin myndir
og myndbönd berast um netið og eins er það með athugasemdir sem skrif-
aðar eru á bloggsíður annars fólks, endurklippt efni og sjálfs-speglun fólks
á netinu. Vegna aukinnar útbreiðslu farsíma með aðgangi að hröðu neti
63 Benedikt Anderson, Imagined Communities, London: Verso, 1983; Michael Billig,
Banal Nationalism, London: Sage, 1995.
64 Meðal mikilvægustu fyrstu rannsókna á því hvernig viðtakendur og aðdáendur verða
hluti af miðlunarferlinu: Henry Jenkins, Textual Poachers, New York: Routledge,
1992; Joshua Gamson, Claims to Fame: Celebrity in Contemporary America, Berkeley:
University of California Press, 1994; Patricia Joyner Priest, Public Intimacies: Talk
Show Participants and Tell-All TV, Cresskill, NJ: The Hampton Press, 1995.
65 T.d. Sherry Turkle, Life on the Screen, London: Weidenfeld and Nicholson, 1996;
James Katz og Ronald Rice, Social Consequences of Internet Use, Cambridge, MA:
MIT Press, 2002, og Sonia Livingstone, Young People and Young Media, 2002.
66 Berið saman við Nick Couldry, The Place of Media Power, London: Routledge, 2000,
bls. 184–195.
NiCk CouldRy