Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 379
378
hélt því ákveðið fram að „GNK“ væri einfaldlega aðferð til þess að rekja
hringhreyfingu fólks og hluta um rými þar sem gerendur skapa sér heima.
Latour hafnar hefðbundnum skilningi á kvarða (greinarmuninum á smásæi
og stórsæi [e. micro-macro]): „Á félagslega sviðinu verða engar breytingar
á kvarða [milli smásæis og stórsæis]. [Kvarðinn] er alltaf flatur og sam-
anbrotinn, ef svo má segja … líta má á hvern stað á kvarðanum sem ramma
og samantekt.“ Í augum Latour hefur hið félagslega því engan kvarða,
ekkert „stórt“ eða „smátt“. Þar er aðeins um að ræða framlengingu eða
útvíkkun, og þar með engan sérkennandi kvarða þar sem „hið félagslega“
á sér almennt stað.147 Með þessu er ögrað á gagnlegan hátt hverslags nátt-
úrulegum tengingum sem menn geta þóst sjá milli miðlunar og annaðhvort
„stórsærra“ eða „smásærra“ kvarða og þannig útskýrt til dæmis af hverju
Innis nefnir símann „rýmismiðaðan“ miðil sem nota má til þess að styrkja
kerfi sem eru okkur nálæg efnislega, hver svo sem fjarlægðin er sem síminn
brúar milli okkar.148 En samhliða þessu sjónarhorni verður til vandamál:
Latour missir sjónar á samsöfnuðu, lagskiptu samhengi athafnanna. Á svip-
aðan hátt nær John Urry með hugmynd sinni um félagsfræði „hreyfanleik-
ans“ utan um hvernig venjulegur félagslegur raunveruleiki hefur blandast
ýmiss konar „hreyfanleikum“ sem tengjast atvinnu, fjölskyldu, ímyndunar-
aflinu og grunnkerfum samfélagsins en hunsar skírskotanirnar sem tengja
þessa hreyfanleika: heimilið, vinnustaðinn, staði þar sem menn koma saman
til félagslegra athafna og svæðisbundna samsöfnun efna og venjubundinna
athafna milli hverra þessir hreyfanleikar eiga sér stað.149
147 Bruno Latour, „on Recalling ANT“, Actor Network Theory and After, ritstj. John
Law og John Hassard, oxford: Blackwell, 1999, bls. 15–25, hér bls. 18, og sjá frekar
4. kafla um gildi GNK fyrir miðlun. Sumir landfræðingar hafna jafnvel algjörlega
hugmyndinni um „umfang“, Sally A. Marston, John Paul Jones III og Keith Wo-
odward, „Human Geography without Scale“, Transactions of the Institute of British
Geographers 2005, bls. 416–432. Berið saman við Nigel Thrift, Non-Representational
Theory, London: Routledge, 2008, bls. 17, en gerð hefur verið hörð atlaga að þessari
afstöðu, Helga Leitner og Byron Miller, „Scale and the Limitations of ontological
Debate: A Commentary on Marston, Jones and Woodward“, Transactions of the
British Institute of Geographers 1/2007, bls. 116–125. Sjá svipaða röksemdafærslu
hjá David Morley, „Communications and Transport: The Mobility of Information,
People and Commodities“, Media, Culture and Society 5/2011, bls. 743–759, og
einnig í niðurstöðum 5. kafla.
148 Um fyrstu ár símans: Claude S. Fischer, America Calling, Berkeley: University
of California Press, 1992. Um farsímann: Kenneth J. Gergen, „The Challenge
of Absent Presence“ og Rich Ling og Jonathan Donner, Mobile Communications,
Cambridge: Polity, 2009.
149 John Urry, Mobilities, Cambridge: Polity, 2007, bls. 8–9.
NiCk CouldRy