Feykir - 11.10.1989, Blaðsíða 1
£Ri rafsjá hf
Jktt&K.
Sérverslanir með
raftæki
Sæmundargötu 1
Sauðárkróki
Ferlimál fatlaðra í Skagafirði:
Hjólastólafólk kemst ekki
inn í nýbyggingar
í Skagafirði og e.t.v. víðar í
kjördæminu, hefur á undan-
förnum árum risið liver
nýbyggingin á fætur annarri
án þess að gert sé ráð fyrir að
fatlaðir geti komist þar
hjálparlaust inn á hjólastólum
sínum. Með því hafa lög um
aðgengi fatlaðra verið brotin,
og ferlinefndir, byggingar-
nefndir og byggingaeftirlit
hrugðist skyldum sínum.
Tvö dæmi þessa eru um
nýbyggingar, aðra er nýbúið
að taka í notkun og hin er í
smiðum. Að sögn kennara á
skólaheimilinu á Egilsá er
ekki hægt að komast á
hjólastól inn í nýbyggingu
sundlaugarinnar í Varmahlíð
og ekki heldur gert ráð fyrir
því við nýbyggingu barna-
skólans í Héðinsmynni, sem
er í smíðum.
Þá mun nýja aðgengið við
Bændaskólann á Hólum
einnig vera þessu sama marki
brennt, en í sumar var unnið
að lagfæringu aðgengis á
sundlauginni á Steinsstöðum
Við gerð heitra potta á
Sauðárkróki var byggingu
aðgengis fyrir fatlaða slegið á
frest.
„Menn virðast algjörlega
hugsunarlausir í þessum
málum og fremja í raun hvert
lögbrotið á fætur öðru, því
lögin kveða skýrt á um þessa
hluti. Þetta er svo gremjulegt
að það tekur engu tali.
Astandið í þessum málum
hér í héraðinu er slæmt, t.d.
eru aðalstöðvar kaupfélags-
ins líklega eina byggingin
sem stenst kröfurum aðgengi
fatlaðra á Sauðárkróki, ekki
einu sinni nýlega byggð
heilsugæslustöð gerir það”,
sagði Eymundur Þórarins-
son forniaður félags Þroska-
hjálpar í Skagafirði.
Starfsmenn júgóslavneska fyrirtækisins Metalna vinna að
lagningu aðrennslispípunnar í hlíð Eiðsstaðabungu.Þverniál
pípunnar er 4 metrar. Framkvæmdum við Blöndu er gefið gott
rúm i blaðinu í dag.
Vaxandi samstarf í Húnaþingi
Framkvæmdir við Blöndu:
500 manns á
svæðinu næsta ár
Víðtæk samstaða virðist vera
að nást á Blönduósi og í
nágrannasveitarfélögum við
að reyna að styrkja atvinnulíf
í héraðinu. Þetta kemur
Sauðárkrókur:
Mun minni
steypusala
en í fyrra
Gífurlegur samdráttur hefur
átt sér stað á sölu steinsteypu
hjá Steypustöð Skagafjarðar.
Búið er að steypa úr 1400
rúmmetrum, en á sama tíma í
fyrra höfðu verið seldir
þúsund teningsmetrum meira.
Samdrátturinn mun aðal-
lega felast í því að nánast
ekkert hefur verið um
uppsteypur stórbygginga í
héraðinu á þessu ári, og
sömuleiðis er mun minna en
áður byggt úr steinsteypu í
sveitunum. Þrátt fyrir þetta
hafa iðnaðarmenn á svæðinu
enn sem komið er næg
verkefni.
glöggt fram við stofnun
hlutafélagsins Þórdís hf. sem
keypt hefur bát til skelfisk-
veiða. A stofnfundi félagsins
lágu fyrir hlutafjárloforð frá 5
af 10 sveitarfélögum í
héraðinu, einnig lágu fyrir
hlutafjárloforð frá fyrirtækjum
og um 70 einstaklingum á
Blönduósi og í nágranna-
sveitarfélögum.
Sveitarfélögin, sem þegar
hafa ákveðið að leggja fram
hlutafé eru Blönduósbær
með 8 millj. kr. Svínavatns-
hreppur með eina millj. kr,
Torfalækjarhreppur með eina
millj. kr, Engihlíðarhreppur
með hálfa millj. kr. og
Vindhælishreppur með 100
þúsund kr. Vitað er um
önnur sveitarfélög í héraðinu,
sem eru að athuga með
þátttöku. Þetta mun vera í
fyrsta sinn, sem svo rnargir
sveitahreppar í héraðinu
gerast virkir þátttakendur í
uppbyggingu atvinnulífs. Þá
eru sterkar líkur á að
útgerðarfélagið Skagstrendingur
hf. á Skagaströnd verði
hluthafi. Það og margt fleira
bendir til þess að á næstunni
verði meiri samvinna og
samstaða milli Blöndu-
óss og Skagastrandar um
uppbyggingu atvinnulífsins
og eflingu byggðar í héraðinu.
A Blönduósi vinna fjöl-
margir, sem búsettir eru í
öðrum sveitarfélögum í hér-
aðinu. T.d. mun fólk frá flest
öllum bæjum í Engihlíðar-
hreppi sækja vinnu meira og
niinna allt árið til Blönduóss.
MÓ.
Framkvæmdum á virkjunar-
svæðinu við Blöndu hefur
miðað vel í sumar. Unnið
verður fram í desember, svo
framarlega að veður leyfi og
síðan hafist handa eins
snemma á næsta ári og
mögulegt er við grjótvinnslu
og skurðgröft.
I sumar er unnið að fernum
framkvæmdum á Blöndu-
svæðinu. Langstærst þeirra
er gerð Blöndustíflu, en hún
ásarnt Kolkustíflu rnynda
miðlunarlón virkjunarinnar.
Blöndustífla er nú orðin 14
metra há, en sýnist samt enn
á jafnsléttu sökum víðáttu
sinnar, en stíflan er uni 150
metra breið neðst. Þrernur
metruni verður bætt við
Blöndustíflu í haust ognæsta
sumar verður framkvæmdum
við hana að mestu lokið. Hag-
virki annast gerð stíflunnar.
Fossvirki vinnur að gerð
inntaksmannvirkisins. Júgó-
slavneska fyrirtækið Metalna
sér uni lagningu aðrennslis-
pípu frá inntakinu og
Stígandi á Blönduósi byggir
stjómhúsið. Allar framkvæmd-
imar ganga samkvæmt áætlun.
Að sögn Sveins Þorgríms-
sonar staðarverkfræðings munu
framkvæmdir við Blöndu ná
hámarki næsta sumar. Þær
verða að meginuppistöðu til
jarðvinnsla, seni er rnjög
mannfrek, og er búist við þá
verði 500 manns á Blöndu-
svæðinu í stað 200 nú i
surnar. Næsta sumar verður
unnið að gerðallrastiflnanna
þriggja og aðveitskurðir
grafnir, en þeir verða alls 12
kílómetrar að lengd.
Hegranes með toppsölu í Bremen
Hegranes gerði mjög góða
sölu í Bremenhafen í Þýska-
landi nú fvrir helgina.
Meðalverðið sem fékkst fyrir
125 tonn, mestmegnis karfa,
var 95 krónur á kílóið.
Næsta sala skagfirsks
toeara átti að vera í
desemberbyrjun. þá eiga-tvö
skip söludag með viku
millibili. Húgsanlega verður
breyting þar á, því eitthvað er
um að skip hafi hætt við að
sigla sökum kvótaleysis og
fiskskortur er á mörkuðum
ytra.
Veiðar togaranna hafa
gengið vel síðustu daga.
Skafti landaði á mánudag
150 tonnum og von var á
Drangey í morgun. Drang-
eyjarmenn voru komnir nieð
70 tonn fyrir helgina.