Feykir - 11.10.1989, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 36/1989
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGOARMAÐUR:
Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI:
Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2,
Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4,
550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95-
36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F.
Hjartarson. Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur
Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og
Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMAÐUR:
Magnús Ólafsson ■ AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sólmundur Friðriksson ■ ÁSKRIFTAR-
VERÐ: 80 krónur hvert tölublað; í lausasölu
80 krónur ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur
■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN:
SÁST sf., Sauðárkróki.
Sauðárkrókur:
Erfitt að finna
lóð fyrir Esso
Nýlega urðu eigendaskipti á Matvörubúðinni þegar fjölskyIdur
bræðranna Bigga og Stebba Valda tóku viðaf Balda Kristjáns
og Jónu Heiðdals. Frá vinstri: Birgir, Brvnja Gunnarsdóttir,
Helga Hannesar sú eina af fyrri starfsmönnum sem heldur
áfram og Stefán._______
Bridge á Hvammstanga
Framtíðarstaðsetning bensín-
stöðva á Sauðárkróki virðist
ætla að verða ansi snúin og t.d.
gengur erfiðlega fyrir bæjar-
vfirvöld að ná samkomulagi
við Olíufélagið hf (ESSO).
Samningaumleitanir hafa staðið
yfir til Ijölda ára og er enn
ekki séð fyrir endann á þeim.
Segja má að þessi vandræði
með olíuafgreiðslu ESSO
hafi byrjað þegar Búnaðar-
bankinn var byggður á sínum
tíma og Olíufélaginu var gert
að færa sig þangað sem Ábær
hefur verið staðsettur siðustu
áratugina. Þegar síðan nýi
miðbæjarkjarninn við Artorg
var skipulagður kom í ljós að
enn var ESSO (Ábær) orðinn
fyrir. Bæjaryfirvöld sáu fram
á skaðabótakröfur frá Olíu-
félaginu og gerðu því tilboð
sem fólst í því að lelagið fengi
ókeypis lóðina sunnan við
Tjarnarbraut, þ.e. næstu lóð
sunnan við Sauðá, milli
Skagfirðingabrautar og Sauðár-
mýrar. Um þetta var gert
samkomulag 1983.
En málið var ekki búið.
Eftir allt saman sættu
Olíufélagsmenn sig ekki við
að flytja sig svona langt og
gerðu tillögu um staðsetningu
nýrrar bensínstöðvar ca 40
metrum sunnan við Ábæ. Að
fenginni umsögn skipulags-
arkitekts neitaði byggingar-
nefnd því en kom til mótsvið
ESSO-menn á dögunum með
því að bjóða næstu lóð
norðan við þá sem fyrr var
boðin. Það hafði reyndar
komið í ljós að sú lóð hafði
minni kostnað í för með sér
fyrir bæinn. Hún er samt
ekki meðal þeirra 22 staða
sem Árni Ragnarsson skipu-
lagsarkitekt benti á sem
hugsanlega staðsetningu fyrir
bensínstöð í umfangsmikilli
skýrslu sem hann vann að
beiðni byggingarnefndar.
Hörður Ingimarsson lagði
fram bókun gegn þessu boði.
Benti þar á umsögn skipulags-
arkiteks og einnig að þeir
aðilar sem sjái um bensín- og
olíusölu í bænum fái aðsækja
með jöfnum hætti um þær
lóðir sem bærinn hefur
úthlutað undir þá starfsemi.
Magnús Sigurjónsson kvað
brýnt að Ábær færi af þeim
stað sem hann er nú, sökum
slysahættu sem af þvi stafar
og berlega hafi komið í Ijós á
þessu ári.
Bridgefélag Vestur-I lúnvetninga
Hvammstanga er að hefja
vetrarstarfið um þessar mundir.
Aðalfundur félagsins var haldinn
26. septemhersl.þarvarkjörin ný
stjórn. Hana skipa: formaður
Flemming Jessen, ritari, Unnar
A. Guðmundsson og gjaldkeri
Guðmundur Haukur Sigurðsson.
Tvö stór verkefni eru frani-
undan hjá lelaginu nú á
næstunni. Norðurlandsmótið i
tvímenningi 14. október nk. og
hið árlega Guðmundar mót 4.
nóvember. Núverandi meistarar
þessara móta eru: Norðurlands-
mót, Anton Haraldsson og
Pétur Guðjónsson Akureyri og
Guðmundarmót Reynir Helga-
son og Tryggvi Gunnarsson
Akureyri. Félagið mun einnig á
næsta ári taka þátt í Laudsmóti
UMFÍ fyrir hönd USVH.
Bridgefélagar vona að sem
flestir komi til liðs við þá í vetur
og taki þátt í skemmtilegri
íþrótt. Spilað verður á Vertshús-
inu á hverju þriðjudagskvöldi kl.
20.00.
Skrá yfir opin mót á
Norðurlandi til áramóta:
14. okt. Norðurlandsmót (tví-
menningur) Hvammstanga.
21. okt. Kristjánsmót (tvímenn-
ingur) Sauðárkróki.
4. nóv. Guðmundarmót (tví-
menningur) Hvammstanga.
I8.-I9. nóv. Sveitakeppni Norður-
lands vestra Sauðárkróki.
H
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu í
síðasta tölublaði að í grein
þeirri er skýrði frá 10 ára
afmæli Fjölbrautaskólans,
láðist blaðamanni að geta
þess að Aðalheiður Arnórs-
dóttir forseti bæjarstjórnar
aflienti skólanum fyrir hönd
bæjarstjórnar, málverk að
gjöf eftir Skagfirðinginn
Sigurð Sigurðsson. Auk þess
féll niður að Valgeir Kárason
kennari við skólann talaði
fyrir hönd kennara.
Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
Ókeypis
smáauglýsingar
Til sölu
Til sölu mjög góður snjósleði
af gerðinni Polaris Appoló
340. Árgerð '80. Upplýsingar
á kvöldin í síma 35013.
Heyhleðsluvagn
Óska eftir að kaupa vel með
farinn Kemper heyhleðslu-
vagn, 24 rúmmetra. Upplýs-
ingar í síma 95-12581.
Bílar til sölu
Ford Bronco Eddi Bauer
árgerð 1985, sjálfskiptur, ekinn
45 þús. km. Nissan Sunny
árgerð 1987, fjórhjóladrifinn,
ekinn 23 þús. km. Bein sala
eða skipti á ódýrari. Upplýs-
ingar í síma 36648.
Til sölu
Passap Duomatic prjónavél
með rafmagnsmótor.
Upplýsingar í síma 73252.
Bíll til sölu
Subaru árgerð 1982.
Upplýsingar í síma 95-37428.
Herbergi
Ung stúlka með atvinnu á
Sauðárkróki óskar eftir her-
bergi til leigu, helst strax.
Upplýsingar í sima 91-689014.
Haugsuga
Óska eftirhaugsugu. Upplýs-
ingar í síma 95-27151.
Til sölu
Nissan dieselvél DS 22, 74
hestöfl, árgerð 1978. Keyrð 8
þús. km frá upptöku. Upplýs-
ingar í síma 95-27151.
Til sölu
Til sölu Roland Juno 2 hljóð-
gerfill. Óommondore 64 tölva
m/diskadrifi, segulbandi og
30 orginal leikjum. Upplýs-
ingar í síma 35873 á kvöldin.
Til sölu
Daihatsu óharede, árgerð 79.
Er í góðu lagi. Selst ódýrt.
Á sama stað er til sölu hvítt
rúm með skúffum undir. Verð
kr. 12.000. Upplýsingarísima
35057.
Bændur
Til sölu 1200 watta rafstöð,
sem ný. Upplýsingar í síma
35830 á kvöldin.
+
Kærar þakkir til allra sunnan heiða og
norðan sem veittu hjálp og sýndu
vinarhug við fráfall og jarðarför
Þorvaldar Jónssonar
Miklubraut 64 Reykjavík
Oddný Þorvaldsdóttir, Hólmar Magnússon
Jón Þorvaldsson, Guðný Einarsdóttir
Ingibjörg Þorvaldsdóttir
og aðrir aðstandendur
í EINA VIKU!
Sófasett - leður, leður„look”
Engin útborgun
8-10 jafnar greiðslur
H ÁTÚ N
Sæmundargötu 7 - Sími 95-5420.
Bílasala
Baldurs
Hressingarhúsinu við höfnina/^^r
sími 35980 Sauðárkróki
BÍLASÝNING
laugardaginn 14. október kl. 13-18
Kaffi á könnunni Veríð velkomin