Feykir


Feykir - 11.10.1989, Qupperneq 3

Feykir - 11.10.1989, Qupperneq 3
36/1989 FEYKIR 3 ba'r héldu tombólu nýlega og létu ágóðann krónur 5.667,55 renna til Hjúkrunar- og dvalarheimilisins: Olöf Sólveig Júliusdóttir, Erla Huld Bjarnadóttir og Birna Eiríksdóttir. Sauðárkrókur: Bensínstöð á tjaldstæðið? Getur nokkur Sauðkrækingur hugsað sér bensínstöð rétt norðan sundlaugar allt að þvi á núverandi tjaldstæðum bæjarins? Hætt er við að þá þyrfti að færa Faxa um set. „Maður getur allt eins búist við því að þessir háu herrar sækist eftir lóð á íþróttasvæð- inu", sagði einn bæjarfulltrúa þegar rætt var um staðsetningu bensínstöðva á bæjarstjórnar- fundi i síðustu viku. Skeljungur var að sækja urn áframhaldandi leyfi fyrir Þriðji Skag- firðingurínn 100 ára í ár Margrét Rögnvaldsdóttir hús- móðir og saumakona frá Hrólfsstöðum í Skagafirði, sem nú dvelur á d> alarheimil- inu Hrafnistu í Hafnafirði. varð 100 ára sl. sunnudag, 8. október. Margir minnast eflaust Margrétar og látins manns hennar Þorsteins Björnsson- ar, er þau störfuðu að brúargæslu við Austurkvísl Héraðsvatna frá 1950-1969. Margrét er þriðji Skagfirð- ingurinn sem nær 100 ára aldri á þessu ári. Ótvírætl virðist að Skagfirðingar verði allra kerlinga og karla elstir, en á Sjúkrahúsinu á Sauðár- króki eru nú fjórar manneskjur sem náð hafa 100 ára aldri. starfsemi sína við Skagfirð- ingabraut til 5 ára, en fengu til næstu tveggja. Þaðersama sagan þar að helst vilja Skeljungsmenn ekki færa sig um set. Þeir sóttu um lóð nr. 20 á skipulagsuppdrætti, en það svæði er sunnan Verknámshúss og ætlað fyrir tjörn til að taka við framburði Sauðár í framtíð- inni. Til vara nefndu Skeljungs- menn svæðið við sundlaugina, beint á móti Bláfelli (Shell). Hvorugur þessara staða er meðal þeirra 22 sem Arni Ragnarsson bendir á í skýrslu sinni. Tilurð þessarar skýrslu Arna var sú að ÓIi í Olís kom á Krókinn í fyrravor, og eftir að hafa skoðað bæinn fann hann einungis einn stað sem álitlegan fyrir nýja bensín- stöð, bílaþvottastöð o.fl. Það var í krikanum sunnan við gatnamót, Skagfirðingabraut- ar og Túngötu, þar sem keyrt er upp í Hlíðahverfi. Gallinn var að þarna var um grænt svæði að ræða samkvæmt skipulagi. ,.Það virðist vera þannig að menn sækist einungis eftir þeim stöðum sem ekki eru nefndir í skýrslunni, eða þeim sem þar eru taldir lakir kostir. Þá er það þannig og hefur staðið í stappi í langan tíma. að bensínstöðvaeigendur sækjast eftir að komast upp að torgunum. Þess vegna eru þeir svo tregir að færa sig”, sagði Arni Ragnarsson skipu- lagsatkitekt. Seinkun framkvæmda við Blöndu: „Komið heimamönnum til góða” segir Sveinn staðarverkfræðingur í júní á næsta ári verður farið að koma vélbúnaði Blöndu- virkjunar fyrir. Búnaðurinn keniur frá nokkrum löndum, að mestu leyti frá Japan, en einnig frá alþýðulýðveldinu Kína. Fyrsta af þreniur ailvéíum virkjunarinnar verður ræst haustið 1991. Sveinn Þorgrímsson staðar- verkfræðingur segist sann- færður um að sú frestun sem orðið hefur á framkvæmdum við Blöndu. hafi kontið heimamönnum vel. Óæskileg ofþensla sem gjarnan fylgir virkjunaiframkvæmdum hafi ekki orðið, og verkefni heima- manna dreifst á lengri tíma. Þá hvetji það verktaka að taka heimamenn í vinnu, þær skyldur að greiða heimferðir starfsmanna sinna og halda þeim á launum meðan á þeim stendur. Skógrækt í 350 metra hæð „Skógræktin er stolt okkar Landsvirkjunarmanna og erum við búnir að setja niður alls um 40 þúsund plöntur. Bjartsýnin hjá okkur er meira að segja svo óskapleg, að við erum búnir að koma fyrir tilrauna- reit hér í 350 metra hæð. Okkur langar til að gróður- setja tré í kring um stjómhúsið”, sagði Sveinn Þorgrímsson staðarverkfræðingur á Blöndu- svæðinu. ,,Við leggjum mikla áherslu á að ganga vel um landið og kappkostum að hafa sem besta samvinnu við starfs- menn Náttúruverndarráðs. Þú sérð hvernig þetta lítur út núna, en áður en við förum verður þetta lagað sem kostur er”, sagði Sveinn þegar hann ók með blaða- mann um grjótnámuna. Þar hefur bergið verið mulið niður inn í landið og hreinlega búin til heilu hamrabeltin. Ekki verður annað séð á köntum vegarins upp á virkjunarsvæðið og við munna jarðgangnanna inn I stöðvar- húsið, en umgengi þeirra Landsvirkjunarmanna sé til fyrirmyndar. Öllu því gífur- lega efnismagni sem úr fjallinu kom var jafnað út á planinu fyrir framan göngin. á mjög snyrtilegan máta. SAMVINNUBÓKIN Nafnvextir Samvinnubókar eru nú 18% Ársávöxtun er því 18.81% Samvinnubókin Hagstæð ávöxtun í heimabyggð Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.