Feykir


Feykir - 11.10.1989, Page 5

Feykir - 11.10.1989, Page 5
36/1989 FEYKIR 5 Smiðir Hagvirkis að störfum, rétt neðan við grunn Kolkustíflu. ur næsta sumar liluta þrýstipípunnar lýkur nú í haust. Fallhæðin frá miðlunar- lóninu og niður að stöðvar- húsi við vatnsborð Blöndu er 330 metrar. A leið vatnsins frá miðlunarlóninu að inn- taksmannvirkinu tapast því 50 metrar af fallhæðinni”. Mikilvægt forðabúr alagstímar í notkun og rennslistruflanir sem orðið geta í veitukerfinu í frostum á veturna. Það er nauðsyn- legt að eiga vatnsforðann í inntakslóninu, sem er 1/11 vatnsmagnsins í miðlunar- lóninu, þetta nálægt virkjun- inni, þar sem miðlunarlónið er 28 kílómetrum frá stöðvar- húsinu”. Sveinn segir að það geri sér ekki allir grein fyrir því til hvers miðlunarlón og inn- takslón séu og hversu hagkvæmar þannig virkjanir séu. ..Miðlunarlónið sem gerð Blöndustíflu að austan- verðu og Kolkustíllu vestur við Kolkuhól mynda, gerir okkur kleift að taka við nánast öllu því vatni sem fellur til yfir sumarið. Reyndar komum við til með að missa vatn í vorflóðunum vfir Blöndustíflu, meðan hún er í 40 metrunum, en ef hún verður hækkuð náum við þeim. Þetta forðabúr sem miðlunar- lónið er veitir gífurlegt rekstaröryggi. þegar vatns- rennsli nrinnkar vfir veturinn einmitt á þeirn tíma sent notkun raforku eykst. Þá göngunt við smám saman á það og er rennslinu stýrt með lokubúnaði skamnrt neðan Kolkustíflu, en þar verður útfallið úr miðlunarlóninu. I stuttu máli má segja að miðlunarlónið sé til að mæta árstíðabundnum sveiflum. en inntakslónið hins vegar til að mæta dægursveiflum í orkunotkun. Orsakir þeirra eru einkum tvennar. ákveðnir Grjótvinnsla og skurðgröftur í vetur Framkvæmdir í ár munu standa frani í desember og síðan er meiningin að byrja snemma á næsta ári. ,,Þaðer að sjálfsögðu mikið háð tíðarfari. Framkvæmdirnar næsta ár verða að uppistöðu til jarðvinnsla og lítum við þá helst til grjótvinnslunnar og jafnvel skurðgraftar í vetur. Veituskurðir sem grafnir verða ofan frá miðlunarlóni og að inntakinu eru um 12 kílómetrar að lengd. Hagvirkismenn sem eru nteð Blöndustíflu og Kolku- stíllu mundu þá byrja á skurðinum frá Kolkustíflu að Þrístiklu, sem er fyrsti áfanginn í veitukelinu niður að Austara-Friðmundarvatni, sem verksamningur við Hag- virki inniheldur (sjá yfirlits- mynd). Fossvirkismenn nrundu þá grafa inntaksskurðinn frá Gilsárstínu, sem afmarkar inntakslón virkjunarinnar. Stígandamenn gera stjórn- húsið fokhelt í haust og því verður hægt að vinna þar innan dyra í vetur. J í malarnáminu. Ámokstursvél mokar á Caterpillar-trukkinn, sem merktur var Dolly Parton. Eins og í Norðursjónum Framkvæmdir við vjrkjunina verða hvað mestará næsta ári og þá má reikna með að mvndist mikill toppur í fjóra til fimm ntánuði sem teygi sig frarn á haustdaga 1991 þegar fyrsta vél virkjunarinnar verður ræst. Jarðvinnslan verður rnjög mannfrek og trúlega verður mannskapn- um skipt í þrjá vinnuflokka, sem vinna á tveimur vöktum allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Þetta verður alveg eins og í Norðursjónum, byggt þannig upp að vinnu- flokkarnir vinna til skiptis og einn heima í fríi. Aðeins verður stoppað til að smyrja og yfirfara vélar, en fyrir- byggjandi viðhald er mjög nauðsynlegt í þeirri sam- felldu vinnukeðju senr hér er”. Þetta er sjötta sumarið Sveins við Blönduvirkjun”. Eg ætlaði bara að vera tvö sumur, en þau eru orðin þetta mörg. Eg kann mjög vel við starfið. en að sjálfsögðu reynir það talsvert á fjölskylduna þegar maður er 11 daga að heiman og aðeins heima í þrjá daga. Það er reynt að gera okkur líftð hér eins bærilegt og nrögulegt er að loknum löngum vinnudegi, sem byijar klukkan sjö á morgnana og stendur til hálf níu á kvöldin. Þetta svæði er utan við geisla, bæði útvarps og sjónvarps, en Landsvirkjun Iét koma fyrir endurvarpsskermi fyrir sjón- varp hérna uppfrá og Hagvirki keypti sendi fyrir Rás 2 og lét setja hann upp á Þrándarhlíðarfjalli. Skemmtilegum degi fram á virkjunarsvæðinu á Auðkúlu- heiði er lokið. Ekki er gott að gera sér grein fyrir hæða- punktum þarna í landslagi en samt ljóst að miðlunarlónið þekur geysilegt ílæmi. Sandár- höfðinn verður víst eins og eyja í því. Þar telur Sigurður Hafstað kjörið að korna upp æðarvarpi. Þegar við ökum niður af heiðinni eru lömbin á beit i iðgrænum vegkantin- um. Bílabúö

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.