Feykir


Feykir - 11.10.1989, Side 6

Feykir - 11.10.1989, Side 6
6 FEYKIR 36/1989 Hagyrðingaþáttur 60 Heilir og sælir lesendur góðir. Eins og mörg ykkar rekur eflaust minni til var fyrir nokkru síðan hér í þættinum fjallað talsvert um vísuna, Kuldinn beygja firða fer. Nú í haust heyrði ég þá sögu að eitt sinn í göngum með Lýtingum, hafi einn gangnamanna kveðið vísu þessa svo stöðugt að annað hafi vart komist að. Eitthvað mun þetta hafa farið í taugarnar á Jóhanni Magnús- syni frá Mælifellsá, því nokkru síðar hafði hann yfir eftirfarandi vísu við kvæða- manninn. Þótt þú fölur fallir hér við frosnar jökulrætur. Er það víst að yfir þér engin meyja grætur. Nú um réttaleytið hefur það komið fyrir að menn hafa dreypt á drykk þeim er stundum er kallaður íslend- ingur. Eitthvert sinn hér á árum áður er maður að nafni Björn Blöndal vará yfirreið í Skagafirði og vildi ódrýgja drykkjarföng framtaksamra manna orti Gissur Jónsson í Valadal þessa vísu. Oft hefur landinn hildi háð, höpp að hlotið vonum. Blöndal aldrei banaráð bruggað getur honum. Á sl. sumri bar svo til eitt kvöld að hópur ferðamanna á hestum kom að Goðdölum í Skagafirði og baðst gisting- ar hjá Grétari Símonarsyni bónda þar. Var það auðsótt mál, en þegar ferðafólkið vildi borga næturgreiðann daginn eftir neitaði bóndi alfarið að taka nokkuð fyrir slíkt. Nokkru síðar kom einn úr hópnum Agnar Sveinsson á Sauðárkróki að máli við bónda og afhenti honum viskíflösku sem þakklætis- vott fyrir greiðann. Með flöskunni í'ylgdi þessi vísa. Hjá þér góðan fundum frið finnst ei nokkur skaðinn. Gangnasopann getum við gefið þér í staðinn. Þorvaldur Olafsson frá Arnarbæli síðar á Öxnalæk var vínglaður maður og bráðskemmtilegur. Eitt sinn er hann var í göngum tapaði hann smalahundinum frá sér. Þegar hann kom heim var frúin farin í reisu til Reykjavíkur. Þorvaldur bauð vinum sínum heim með sér upp á kaffi og brennivín og lofaði þeim svo að heyra þessa vísu. Er það kyn þó ekki létti af mér þungri lund. Misst hef eg á einu bretti eiginkonu og hund. Önnur vísu kemur hér sem ég held að sé eftir Þorvald. Ýmislegt er áfram sótt frá ævimorgni að dauða. Oft er hófið mundangs mjótt milli hafra og sauða. Þá kemur næst vísa sem er trúlega landfleyg. og hef ég aldrei heyrt hana eignaða öðrum en Stefáni Stefánssyni frá Móskógum. Hún var ung og hýr á brá, hafði af mörgum kynni, gat því löngum lifað á litlu fasteigninni. Önnur kunnug, snjöll vísa er hér næst, en ekki veit ég fyrir víst eftir hvern hún er, en mig minnir að ég hafi heyrt Karl Kristjánsson nefndan höfund að henni. Mörg er Ijúfan létt í geði, lítið ég um gáfur hirði. Hafi þær ekki huppagleði höfuðið tel ég einskis virði. Margir kannast við ýtu- manninn og hagyrðinginn snjalla þeirra Vestfirðinga Elías Kjaran. Eftir hann er þessi vísa. Kafa ég í klof af vana, kanna leiðina. Eg er að fara upp á hana, elsku heiðina. Önnurvísa kemur hér eftir Elías og mun hún vera gerð er hann átti orðastað við ónefndan saumaklúbb í gegnum útvarpið. Á saumakvenna bjartri braut bregst þeim ekki svarið. Væri gott í ljúfri laut að líta á gróðurfarið. Það er Jónas Tryggvason sem er höfundur að næstu vísu. Forsjá þjóðar er fokin burt fækka tekur ráðum sönnum. Stundum þegar stórt er spurt standa svör í vitrum mönnum. Eg lýk þættinum að þessu sinni með annari vísu eftir Jónas, sem mun vera ort 8. október árið 1945. Tímans letur tvírátt enn takmörk setur öllum. Kaldur vetur kemur senn, kólguhret á fjöllum. Þá er að lokum sú ósk að gott væri að fá eitthvað af efni fyrir næsta þátt. Verið þið sæl að sinni. VETRARSKOÐUN í VETRARSKOÐUN OKKAR ERU MÖRG ATRIÐI SEM AUÐVELDA ÞÉR VETRARAKSTU RIN N 1. Vélastilling 2. Stilltur blöndungur 3. Tímastillt kveikja 4. Frostþol kælivökva mælt 5. Ath. þurrkublöö og vökvi á rúðusprautu. 6. Ath. loftsia, hreinsuð, endurnýjuö ef með þarf. 7. Ath. bensínsía, endurnýjuð ef þörf er á 8. Vél þjöppumæld 9. Kveikikerfi rakavariö 10. Skipt um kerti og platínur 11. Ath. viftureim 12. Ath. slag í kúplingu og bremsupetala 13. Ath. bensín og olíuleka 14. Ath. hleðslu, rafgeymi, og geymasambönd 15. Stilltar rúðusprautur 16. Yfirfarin Ijós bilflvcrkstod j nh. 0I79-3202 Atvinnuþróunarverkefni á Siglufirði Nýlega er hafið hér á Siglufirði þróunarverkefni í atvinnumálum aðfrumkvæði nefndar sem skipuð var af bæjarstjórn fyrir rúmlega einu ári til að gera úttekt á atvinnulífinu á staðnum og framtíðarhorfum þess. I nefndinni áttu sæti þeir ísak J. Ólafsson bæjarstjóri, Björn Jónasson sparisjóðs- stjóri, Freyr Sigurðsson framkvæmdastjóri Rafbæjar, Jón Dýrfjörð hjá Vélaverk- stæði Jóns og Erlings og Róbert Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri Þormóðs Ramma hf. Þeir fengu Iðnþróunar- félag Norðurlands vestra í lið nteð sér og gerði hópurinn tillögur um að hrinda í framkvæmd _ tveggja ára atvinnuþróunarverkefni og ráða til þess sérstakan starfsmann meðaðseturhérá staðnum. Til verksins var ráðinn Björn Valdimarsson og hóf hann störf nú fyrir skömmu. Meginmarkmið með þessu verkefni er að renna styrkari stoðum undir atvinnulífið hér í bænum með þátttöku fyrirtækja, einstaklinga og bæjaryfirvalda en rneðal þeirra sent fjármagna verk- efniðeru Vinnuveitendafélag Siglufjarðar, bæjarsjóður, Iðnþróunarfélagið. fyrirtæki á staðnum o.ll. Á verkefnalistanum eru ntargvíslegir málaflokkar. Unnið verður með fyrir- tækjurn að stefnumótun og endurskipulagningu á starf- semi þeirra og í ntörgum tilfellum er endurskoðun fjármála á dagskrá. Vöru- þróunar- og markaðsmál eru einnig meðal þeirra atriða sem stefnt er að vinna að. Að auki eru ýrniss fræðslumál ofarlega í hugunt manna. Það er nokkuð ljóst að stór hluti átaksins kemur til með að tengjast sjávarútveginum, þar sem atvinnulífið snýst hér að miklu leyti um útgerð og fiskvinnslu og þjónustu við þessar greinar. Svo eru aðrir málaflokkar einnig á dagskránni og má þar t.d. nefna aukna og bætta þjónustu við ferðantenn og úttekt á möguleikum á því að nýta sér hina góðu skíðaað- stöðu hér til þess að fá hingað ferðafólk yfir skíðatímann. Það er von þeirra sem að þessu verkefni standa að með því megi auka fjölbreytni í atvinnulífinu þannig að fleiri finni hér störf við sitt hæfi og að þjónustan við bæjarbúa batni, jafnframt að það takist að aðstoða þau fyrirtæki sem eiga nú í erfiðleikum að leysa sín mál. Skrifstofa verkefnisins er í Utvegsbankahúsinu hér á Siglufirði og símanúmer 96- 7 M 96. SÆMUNDARGOTU

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.