Feykir - 11.10.1989, Blaðsíða 7
36/1989 FEYKIR 7
Sigur á Þór
en tap í
Ijónagryfjunni
Þá er íslandsniófið í körfubolta
hafið. Tindastóll hefur lokið
tveim leikjum í Urvalsdeild-
inni og úrslit þeirra orðið eins
og þeir getspökustu spáðu.
Þórsar voru lagðir að velli
nokkuð örugglega í fyrsta
leik, en Stólarnir máttu síðan
sætta sig við naumt tap í
„Mekka” körfuboltans í Njarð-
vík.
Tindastólsmenn áttu lengi
vel í hinu mesta basli með
Þórsara þegar þeir komu í
heimsókn fyrir viku. Greini-
legt vanmat á getu Akureyr-
inganna var þar á ferðinni og
talsverða þolinmæði skorti í
heimaliðið. Þeir misstu t.d.
niður níu stiga forskot í fyrri
hálfleiknum og höfðu naumt
forskot í leikhléi. Það var
ekki fyrr en á síðustu
mínútum leiksins að þeim
tókst að hristaafsérsleniðog
sigra með 92 stigum gegn 80.
Valur Ingimundarson og
Bo Haiden voru bestu menn
liðsins og Sturla Örlygsson,
sem hélt liðinu á floti fyrstu
mínúturnar, stóð fyrir sínu.
Valur skoraði 33 stig, Bo 25,
Sturla 17, Sverrir 7, Kári 7og
Björn 3.
Leikurinn í Ijónagryfjunni
í Njarðvík þótti góður.
Njarðvíkingar höfðu frum-
kvæðið í fyrri hálfieiknum,
en einungis eitt stig yfir í
hálfleik 50:49. Gestirnir
komu tvíefidir til seinni
hálfieiks og eftir 5 mínútna
leik höfðu þeir náð 1 I stiga
forskoti. Því héldu þeirallttil
Valur hefur skorað drjúgt
fyrir Tindastól undanfarið.
9 mínútur voru til leiksloka,
að heimamenn breyttu yfir í
svæðisvörn og við það
riðlaðist sóknarleikur Tinda-
stóls nokkuð. Valur og Bo,
sem báðir áttu stórleik voru
þrotnir kröftum, og hinum
leikreyndu Njarðvíkingum
urðu ekki á nein mistök. Þeir
stóðu með pálmann í hönd-
um í leikslok, 94:89.
Valur skoraði mest Tinda-
stólsmanna að vanda, 37 stig,
Bo 33, Sturla 13, Sverrir 2 og
Halli 1. Næstu leikir Tinda-
stóls eru gegn KR syðra
annað kvöld og Haukar
koma síðan í heimsókn á
sunnudaginn.
Fylgst með Eyjólfi
Þegar Eyjólfur Sverrisson
hljóp inn á lcikvanginn i
Hollandi í gærkvcldi, ásamt
félögum sínum i U21 árs
landsliðinu, hafa væntanlcga
verið mættir þar meðal
áhorfenda útsendarar frá
þýska stórliðinu Stuttgart og
bclgíska liðinu Beveren.
Að sögn Bjarna Jóhanns-
sonar þjálfara stóð Eyjólfur
sig vel á æfingum með
Stuttgart í síðustu viku, það
var einungis á einni æfing-
unni sem nokkurrar þreytu
gætti hjá kappanum, og á
síðustu æfingunum var hann
farinn að „sóla” stórstirnin.
Frammistaða Eyjólfs í gær-
kveldi hefur væntanlega
skorið úr um það hvort hann
heldur áfram æfingum með
Stuttgart, eða heldur yfir til
Belgíu til að æfa með
Beveren, en það lið er að leita
sér að marksæknum mið-
herja.
Bjarni þjálfari lét vel af
dvölinni í Stuttgart og
sagðist aldrei á ævinni Irafa
séð viðlíka aðstöðu til
knattiðkunar og þar er.
Stjórn knattspyrnudeildar
Tindastóls hefur ákveðið að
ganga til viðræðna við Bjarna
um þjálfun liðsins næsta
sumar. Bjarni hefur þjálfað
Tindastólsliðið í þrjú sumur.
við góðan orðstí.
Skagfirðingar
Sauðárkróksbúar
ÞIÐ MUNIÐ OKKAR FRÁBÆRA SNYRTIVÖRUÚRVAL
NÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL AF:
SKARTI - BARNAVÖRUM
OG ILMVÖTNIN SEM DÖMURNAR EKKI STANDAST
EF ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ EINHVERJU SÉRSTÖKU
í SNYRTIVÖRU
FÆRÐU ÞAÐ HJÁ OKKUR - AÐ SJÁLFSÖGÐU
FYRIR VETURINN
TREFLAR - FINGRAVETTLINGAR
í TÍSKULITUNUM
OG FLEIRA OG FLEIRA
NÚ OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-13
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
SAUÐÁRKRÓKS APÓTEK
AÐALGÖTU 19 - SlMI 35336
"
Grípið tækifæríð!
20% afeláAftur af öllum vörum
M.a. kuldaskór á alla fjölskylduna,
gallabuxur - svartar, bláar, Ijósar
úlpur, jakkar, peysur,
YSe°S
stígvél
öryggisskór
ttaira od fteirs
töskur og «eira oy
Allt nýjar haustvörur
Tökum upp nýjar vörur
m.a. vattfóðraðir leðurjakkar á stráka og stelpur
timabThatiö Verslið í heimabyggð
SPARTA fataverslun - skóbúð
Aðalgötu 20 Sauðárkróki - Símar 35802,35635