Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 17
HALLDÓR EINARSSON
frá Kóreksstaðagerði:
Kaupstoðarferðin
Ferðaminning frá vorinu 1908
Ég ætla að segja dálitla ferðasögu; hún verður ekki löng,
enda spannar svið hennar ekki miklar víddir í tírna eða rúmi.
Þegar sagan .gerist, bjó faðir minn, Einar Guðmundsson
söðlasmiður, í Hallfreðarstaðahjáleigu í Hróarstungu í Norð-
ur-Múlasýslu. Var ég þar hjá honum og farinn að stunda bú-
skapinn að mestu leyti, en faðir minn lagði stund á smíðar
sínar.
Eins og margir vita, er hið víðlenda Fljótsdalshérað hafn-
laust með öllu. íbúar þess hafa því frá upphafi búsetu sinn-
ar í héraðinu orðið að sækja allar aðfluttar nauðsynjavörur
til búa sinna á hestum til fjarða yfir brött fjöll og breiðar
heiðar og torleiði margvíslegt, unz bílar komu til sögunnar.
Urðu margar sögur til í sambandi við þessar ferðir, sérstak-
lega haust- og vetrarferðir, stórhríðar skullu á, menn fóru
afleiðis, lágu úti, og sumir enduðu sína ferðasögu að fullu
og öllu.
Þessar kaupstaðarferðir, sem svo voru nefndar. voru aðal-
lega farnar tvisvar á ári, vor og haust. Bændur lögðu kapp
á að Ijúka vorferðinni, en þá var farið með ulhna, og öðrum
vorverkum áður en heyskapur byrjaði. Þegsar ferðir voru því
farnar um mánaðamótin júní-júlí.
Það er einmitt frá einni slíkri ferð, sem ég ætla lítillega að
segja. Það er því eins og að líkum lætur eklci nein hrakninga-