Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 41
SÓLRÚN EIRÍKSDÓTTIR, KROSSI FELLUM
r
Margrét Olafsdóttir
Víðar en í siklings sölum
svanna fas er prýði glæst.
Mörg í vorum djúpu dölum
drottning hefur bónda fæðzt.
Matth. Jochumsson.
Margrét Ólafsdóttir var fædd að Syðri-Steinsmýri í Meðallandi
26. apríl 1839. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Ólafsson og
Margrét Gissurardóttir. Bjuggu þau góðu búi við rausn og myndar-
skap, virt og vinsæl í sinni sveit. Móðir Ólafs eldra hét Þuríður Ei-
ríksdóttir, bóndadóttir úr Meðallandi. Hún var níu ára gömul smala-
stúlka á Hnausum í Meðallandi þegar Skaftáreldarnir komu upp.
Hún var að sækja hesta hinn nafnkunna hvítasunnudagsmorgun
1783 þegar eldarnir gerðu vart við sig.
Börn hjónanna á Syðra-Steinsmýri urðu alls átta, 5 dætur og
3 synir. Dæturnar hétu Margrét, Gyðríður, Þuríður, Valgerður og
Ólöf og synirnir Ólafur, Stefán og Jón. Ekki veit ég með vissu um
aldursröð systkinanna, en systurnar munu hafa verið eldri. Allar
voru þær glæsilegar og vel gefnar. Atti Margrét margar bjartar
minningar frá æskuslóðum sínum.
Eitt sinn komu þar útlendir menn af skipi sem strandaði þar
við sandana. Dvöldust þeir nokkra daga á Syðri-Steinsmýri. Það
var um sumar. Kvöld eitt voru hinir erlendu menn úti staddir; var
veður fagurt, og virtu þeir fyrir sér hið tignarlega útsýni. Flutt
hafði verið heim mikið hey af engjum á mörgum hestum, ær og
kýr voru reknar heim á stöðul til mjalta, fólkið var að sinna kvöld-
verkunum, ganga frá heyi, mjalta ær og kýr, flytja hesta í haga
MULAÞING
39