Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 161
Krossgil í skugganum og Graskinnargil. Þrír símastaurar ofan við veginn. —
Þetta er felumynd! Hvar er Naddi? — Ljósm.: Reynir Björnsson 1970.
nokkur. Hann var kallaður Naddi (máske dregið af nafninu Njarð-
vík). Stóð mönnum svo mikill ótti af honum, að það þótti ógjörn-
ingur að fara yfir gilið og skriöurnar, þegar dimma tók af nóttu,
en ekki sakaði um daga. Maður er nefndur Björn skafinn. Hann var
svo kallaður, af því að hann var fæddur á fjallvegi, þar sem ekki
var vatn að fá. Vóru því skaíin óklárindin af barninu með knífi í
laugar stað. Tveir Jónar vóru synir þessa Björns. Bjó annar í Njarð-
vík, en hinn í Gilsárvalla hjáleigu í Borgarfirði. Þeir vóru miklir
menn fyrir sér og ramir að afli. Þeir höfðu eirneglur, er þeir hugðu
til áfloga, en það vóru eirklær, er þeir settu upp á hvörn fingur.
Það var einn tíma, að Jón í Gilsárvalla hjáleigu fór upp yfir fjall
til Fljótsdalshéraðs, og er hann fór heimleiðis aftur, kom hann í
NjarÖvík síðla dags og vildi ná að heimili sínu um kvöldið. Hann
var lattur þess að fara í skriöurnar, þar eð mjög tók að dimma,
en hann kvaðst ekki láta Nadda hindra ferð sína og fór ei að síður.
Þegar hann kom í gilið, var Naddi þar fyrir og réðist á Jón, en hann
sleit sig af honum. Svo fór og í öðru sinni. Hið þriðja sinn kom
Naddi framan að honum. Vóru þeir þá komnir í miðjar skriðurnar.
MULAÞING
157