Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 178
ur, leizt honum ekki á blikuna, knúði dyra á Nesi og beiddist gist-
ingar. Þá var komið grenjandi stórviðri, og var hann þar að sjálf-
sögðu um nóttina. Næsta dag var veðrið engu betra, og varð Stefán
veðurtepptur og gisti aðra nótt. A þriðja degi rofaði til, gekk á
með dimmum éljum, stinningskaldi og illhryssingslegt út að líta.
Þá brá Stefán við, og varð úr að Andrés „gengi með honum“ norð-
ur.
Þeir lögðu af stað eftir morgungegningar. Á Landsendanum var
rifið víða og allgott gangfæri nema í sköflum. Þegar á Skriðvíkur-
barm kom sást að ekki var fær fjaran neðan undir sökum brims.
Þar hafði fallið snjóflóð að norðanverðu í víkinni, og var sjósi í
óðaönn að bryðja gadddyngjuna í fjörunni. Nýr snjór var kominn
í kinnina sem hlaupið hafði, og leizt Andrési hún viðsjálverð. Hann
segir þá við Stefán:
„Nú fer ég yfir, en þú bíður þangað til ég bendi þér að koma.“
Stefán var tregur til þess.
Sjálfsagt þótti þar sem snjóflóðahætt var að einn færi í einu svo
að fremur yrðu möguleikar á björgun ef illa tækist til.
Nú kafar Andrés fönnina gætilega og hefur broddstaf. Þegar hann
hefur skammt farið heyrir hann í Stefáni:
„Ég bíð ekki neitt! Annaðhvort förum við báðir niður fyrir eða
hvorugur.“
Oneitanlega fólst meira af hugrekki en skynsamlegu ráðslagi í
þessum orðum. En gæfan varð þeim hliðholl, kinnin hljóp ekki í
þetta skipti, og þeir sluppu yfir. Og áfram bömbuðu þeir svo, gekk
hægt, en náðu slysalaust norður fyrir Naddagil.
Aldrei kveðst Andrés gleyma Stefáni þar sem hann stóð þarna í
norðanbelgingnum utan af hafinu með bagga sinn og staf og hall-
aðist fram. Hann var fremur lágur vexti, ryðvaxinn, með rautt strítt
alskegg og blá augu snör, harðlegur á svip, djarfmannlegur og ein-
arður í framgöngu. Nú seildist hann í barm sér eftir buddunni, dró
úr henni fimm króna seðil (sem þá var töluvert) og rétti Andrési.
Andrés kvaðst ekki taka við neinni borgun. Þá sagði Stefán:
„Akkúrat sama alveg hreint! ef þú tekur ekki við þessum seðli,
þá sleppi ég honum, og þá hefur vindurinn og sjórinn hann en
hvorugur okkar.“
174
MULAÞING