Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 7
HELGI GÍSLASON
Um vöð og ferjur á Lagarfljóti
Lagarfljót fellur um Fljótsdalshérað og klýfur það að endilöngu. Frá ósi
þess upp í Fljótsbotn eru um 80 km. Þá tekur við Jökulsá í Fljótsdal, en
hún á upptök sín í Eyjabakkajökli, sem er skriðjökull frá sjálfum Vatna-
jökli. Allt frá upphafi byggðar á landi voru hafa vötn þessi verið hinir
verstu farartálmar. Veruleg bót á þessu ástandi er ekki ráðin fyrr en
brú er fyrst byggð á Fljótið hjá Ferjukletti út og niður af Ekkjufelli á
árunum 1903-1905 og svifferjan sett á sama tíma á Fljótið utan við
Arnarmel nálægt Litla-Steinsvaði.
I 1. hefti Múlaþings 1966 segir Indriði Gíslason frá aðdraganda að, og
byggingu Lagarfljótsbrúar, og í 3. hefti sama rits segir Einar Pétursson
á sama hátt frá uppsetningu svifferjunnar. Það er svo ekki fyrr en 1951
að brú er byggð á Jökulsá í Fljótsdal.
Allt sem flytja þurfti að og frá heimilum áður en akvegir og brýr komu
til sögunnar, var að sjálfsögðu flutt á hestum. Vandi þeirra er sækja
þurftu í kaupstaðinn yfir Lagarfljót og Jökulsá var mikib. Þann vanda
var reynt að leysa með ferjuhaldi. Lögferjur voru þær ferjur nefndar, er
sýslurnar áttu og endurnýjuðu að stofni þegar með þurfti, en ferjutohur
átti að bera uppi reksturinn, þar með talin laun ferjumanna.
Fólk og farangur aUur var haft um borð í ferjunni, en hestar fátnir
synda á eftir og taum þeirra þá tyUt við ferjuna eða haldið í hann. Einnig
voru hestar reknir í vatnsfaUið og skiluðu þeir sér þá yfir. Sláturfé
þurfti að ferja og var það tafsamt mjög. Það kom þó fyrir að fé væri
rekið yfir Fljótið á vissum stöðum þegar Utið vatn var í því.
Lögferja var á Fljótinu þar sem brúin var byggð; heita þar Ferjustein-
ar og Ferjuklettur við Fljótið að norðan. Þar var mest umferðin yfir,
enda miðsvæðis á Héraði, ferjumenn búsettir á EkkjufeUi eða Ekkju-
fellsseli og á Egilsstöðum. Onnur lögferja var hjá Rangá og heitir þar
enn Ferjubakki við Fljótið. Þriðja lögferja var hjá Hóli í Hjaltastaða-