Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Qupperneq 65
múlaþing
63
með dýrum og fyrirferðarmiklum útbúnaði og miklum buslugangi, og
hann er stórhuga og langar í síldarslaginn.
I Litlu-Breiðuvík var lengi sumarverstöð Reyðfirðinga og Eskfirð-
mga. I úttekta- og uppboðsbók hreppsins 1882-1896 kemur í ljós að Jón
Magnússon kaupmaður á Eskifirði á þar sjóhús 16 x 12 álnir að grunn-
fleti. Það sýnir einungis að Jón, sem síðar tengist Tærgesenshúsinu, er
með útgerð í veiðistöðinni, enda voru flestir kaupmenn útgerðarmenn á
þessum tíma. Að öðru leyti er þetta hús — eða skúr - Tærgesenshúsinu
óviðkomandi.
Brátt kemur í Ijós í þessari uppboðs- og uppskriftabók að Tærgesen
er ekki horfinn af útgerðarstaðnum Litlu-Breiðuvík. Árið 1886 hinn 17.
júlí er hreppstjóri Reyðarfjarðarhrepps, sem nú er Jón bóndi í Sóma-
staðagerði Stefánsson, þar á ferð og skrifar upp ásamt bóndanum þar á
staðnum, Páli Jónssyni virðingarmanni, þ.e. úttektarmanni, og eftir
skipun sýslumanns, eignir Tærgesens, ,,allt tilheyrandi P. Tærgesens
félagi sem fyrirfarandi ár hefur stundað síldveiði í Reyðarfírði.“ Þeir
hyrja á húsi ,,á svokölluðum Hnúanaustum“, en það er ekki hið eina og
sanna Tærgesenshús, ,,12 álna langt og 9 álna breitt, þakið lagt ofan á
grjótveggi, lélegt borðarusl í þakinu og pappi utanyfir, ekkert gólf, loft
ur borðarusli, óheflað og óplægt, ekkert skilrúm og ekkert innréttað
nema slegið upp fjölum niðri td að halda á [:að] salti. ,,Hús þetta
virðum við 100 kr.“ Næst uppskrifa þeir eignir, tómar síldartunnur, salt
°-fl- geymt hjá hinum og öðrum, Hans Beck, Tuliniusi, Páli í Breiðuvík
°g Gabrielsen.
Næst kemur röðin að Tærgesenshúsinu á hleininni og nú er það virt á
4 þús. kr. Það virðist sneisafullt af útgerðar- og viðlegudóti bæði uppi
°g niðri: Vogir, ryðbrunninn ofn, danskt flagg, strengir, önglar, meðala-
kassi, vatnskíkjar, nótapartar og netagarn, leirtau, kompásar, kabyssa,
borð með bekkjum, tunnur, stafír og botnar, digur kaðall, netakúlur,
Mkútar og annað rusl,“ þakpappi, timburrusl. Þetta og fleira er uppi á
loftinu, en niðri ægir öllu saman: Þar eru spilbátar, skektur, tógvindu-
hankir, árar, háfar, 7 nætur (virtar á 4 þús. kr.), koltjörutunna, nóta-
kaggar, dregg, atkeri með kettingu, svigabúnt, börur, stampar o.m.fl.
Sumt í bókinni er illlæsilegt, enda skrifað æfingarlegri hendi sýsluskrif-
ara (?) en ekki stirðbusalegri en glöggri vinnuhendi bænda. Sýslumaður
viðstaddur. Úti fyrir í hvammi fyrir utan húsið eru m.a. 2 nótabátar með
Segli og árum, 6 færeyskir fiskibátar og 4 amerískanskir, brotin jolla
o.fl. Alls eru eignirnar, húsin tvö og lausamunirnir, virtar á 12.033 kr.
°g 90 aura. Nú lofar Páll Jónsson að hafa umsjón með húsum og bátum