Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 69
múlaþing
67
kemur inn á Búðareyri 1890. Þá hefst nýr kafli í sögu þess og stendur til
1912, er KHB kaupir það af Jóni Magnússyni og fylgir 32 ara lóð -
vallardagsláttustærð segir Benedikt í kaupfélagssögu sinni 1959.
Mér þykir slæmt að hafa ekki fullgilda pappíra upp á að Jón Magnús-
son hafi keypt Tærgesenseignirnar. Þótt eg búist ekki við að Magnús
Guðmundsson á Reyðarfirði hafi slíkt, hringdi eg til hans: „Húsið. Það
var flutt utan úr Breiðuvík," segir hann jafnhiklaust og aðrir. ,,Og
Tærgesen - eg kannast við hann,“ bætir hann við. ,,Hann hengdi sig
víst þarna uppi á loftinu."
Þá fer eg til Árna Halldórssonar sem er manna kunnugastur í Færeyj-
um.
„Tærgesen, það er for helvíti ekki færeyskt nafn!“ segir hann að
bragði. Svo dregur hann fram margra binda ritverk á færeysku, Föroya
Siglingasöga heitir það og útgefið í Þórshöfn á sjöunda áratugnum. Þar
finnum við fljótlega Tærgesen í nafnaskrám og eftir tilvísun þeirra heil-
ntikið um Tærgesen. Þar kemur í ljós að Tærgesenar voru fleiri en einn,
en mest segir þar frá Peter. Og hann er þá reyndar hvorki norskur né
færeyskur, heldur danskur, en kom til Suðureyjar 1865 og starfaði þar
lengi við útgerð, verslun og siglingar. Þar segir dálítið frá siglingum
TœrgesenshúsiS, nú gistihús Kaupfélags HéraSsbúa.