Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 113
múlaþing
111
1887, 30. des.: Bjarni og mamma að tína sprek.
1891, 23. maí: við mamma að tína upp við út í Grund.
1893, 23. mars: að sækja við út á Flár. [Þeir fóru oft að skóga eftir að
heyskap lauk].
1895, 24. maí: fórum suður í Múla að gjöra til kola og vorum að kurla
til kl. 12 um nóttina.
1895, 25. maí: fórum að brenna kl. 6 - 7 og vorum að því í 14
klukkutíma. Kurlið var svo blautt að aldrei ætlaði að bfna í því. Fórum
heim um kvöldið.
Af þessum tilvitnunum má sjá að skógviður var nýttur til eldiviðar.
Einnig hefur mosi og lyng verið notað til eldiviðar og var þar með gengið
á gróðurtjald dalsins. Mætti láta sér detta í hug að ein ástæðan fyrir
brottflutningi frá Víðidal hafi verið sú að langsóttara hafí verið að ná til
þessa eldsneytis, sem hér hefur verið nefnt. En einnig má fínna í dag-
bókunum vitnisburð um að þeir hafí þurrkað tað (sauðatað eða skán) til
eldsneytis.
I framhaldi af þessu læðist að manni sú hugmynd, hvort viðar- lyng-
og mosatekja til eldiviðar hafi ekki verið býsna mikil orsök uppblásturs
víðs vegar um land og skal þá ekki dregið neitt undan með samtíða áhrif
beitar á landið. Mótekja er engin í Víðidal og mýrlendi því nær hvergi og
að sjálfsögðu engin tök á að nota rekatimbur eða aðflutt timbur til
eldiviðar vegna langra og erfíðra aðdrátta. Eina leiðin var því að ganga á
gróðurinn í dalnum sjálfum.
Á sjó
Sagnir greina frá sjósókn Norðlendinga á Suðausturlandi allt frá Hval-
neskrók til Suðursveitar og er frásögn úr ferðum þeirra annars staðar í
þáttum þessum. Ornefni eru til vitnis á hinni fornu leið þeirra, Norð-
lingaleið eða Fjallabaksleið eystri, sem farin var mibi landsfjórðunga:
Norðbngavöð tvö; annað á Jökulsá í Lóni, hitt á Víðidalsá ofarlega í
dalnum, skammt sunnan við Norðbngaháls. Þarna voru Þingeyingar og
Múlsýslungar á ferð en voru ætíð nefndir Norðbngar í sögnunum. Þeir
sem til Hornafjarðar ætluðu, munu hafa riðið af Kjarrdalsheiði inn
Skyndidal og suður Hoffebsdal, en Árni Magnússon segir að leiðin hafí
lokast um 1640 vegna framgangs jökla.
Undarlegt kann að virðast -í fyrstu að þeir Víðidalsmenn skyldu
skreppa á sjó en það er þó í samræmi við abt annað í sjálfsbjargarvið-
leitni þeirra. 26. febrúar 1887 fór Jón til sjóróðra út að Þorgeirsstöðum