Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 17
MÚLAÞING
15
hafi ekki búið þar líka þá.1 Þarna svaf ég eina tvo tíma ábyggilega.
Við vorum sólarhring frá því við fórum frá Eiríksstöðum og þar til við
komum á Vopnafjörð. - Svo vorum við daginn eftir um kyrrt þangað
til klukkan 10 um kvöldið. Þá fórum við aftur á stað og komum í
Bustarfell klukkan 7 um morguninn. Þaðan fórum við ekki aftur fyrr
en klukkan 7 um kvöldið. Og við komum heim klukkan um eitt daginn
eftir. Þá var kaupstaðarferðin búin. - Svo tók ég við rollunum og sat
yfir þeim um sumarið. Annars ætlaði ég mér það ekki, en gerði það
nú samt. Ég var orðin leið á þessu krakkinn, en gerði það nú samt.
Hvað voru margar ær í kvíum þá?
Ekki man ég það nú. En flestar ær sem ég sat yfir voru 91 á Vað-
brekku.
Pað hefur verið erfitt fyrir krakka?
Ojá, en mér veittist það ekki erfitt samt, maður hafði góða hunda.
Hvað voru margar konur til að mjólka?
Tvær, aldrei nema tvær, hvorki á Eiríksstöðum, á hvoru búi, eða á
Vaðbrekku.
Manstu hvað mjaltirnar tóku langan tíma?
Það var reiknað með klukkutíma. Við hýstum klukkan 8 og áttum
að vera til klukkan 9 og taka við þeim aftur. Það var alltaf hýst klukkan
8 kvölds og morgna og við til að taka við klukkan 9.
Meðalnyt?
Það veit ég nú ekki, en það var talið ágætt ef það var mörk í ánni
heyrði ég talað um, til jafnaðar, en það var náttúrlega afskaplega
misjafnt.
Þetta hefur verið mikil vinna?
Já, það var mikil vinna við þetta. Það voru þessir stóru pottar með
mjólk og þetta hleypt og [gerðirj ostar, það var voðalega mikil ostagerð.
Og þeir geymdir til vetrarins. Voru þeir ekki orðnir Ijótir þegar fór
að líða á vetur, grœnir eða . . ?
Nei nei, þeir voru alltaf hreinsaðir, skafnir og hreinsaðir.
En skyrið, það hefur verið orðið súrt?
Já, en það þótti okkur gott, já í hræru.
Hvað var notað í hræruna?
Það var bankabygg.
Og malað heima?
Nei nei, það var aldrei malað heima, það var komið malað korn.
Þú manst þá ekki eftir myllu?
1 Methúsalem Einarsson bjó þá enn, faðir þeirra systkina sem hér eru nefnd.