Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 18

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 18
16 MÚLAÞING Nei, ég man ekki eftir myllu. En Ingvar man eftir handmyllu á Reyðarfirði. Pú manst líklega eftir einhverju aftaka veðri, er það ekki? Jú, páskabylnum. Ég man eftir honum. Það var búin að vera lengi góð tíð, og þeir fóru norður á Dal, fóstri minn og Gunnar fósturbróðir minn og voru að sækja hey, og mér var uppálagt um morguninn að passa féð svo það færi ekki út fyrir bæ, beitarhúsaféð, það sótti svo norður á dalinn. Og svo um kvöldið þegar fóstri minn kemur heim og ég var búin að passa féð allan daginn, þá segir hann: „Ja, það er nú svo gott veðrið að við skulum bara láta það eiga sig.“ Og þetta er á laugardaginn fyrir páska. Svo var það gert, en um kvöldið, þá var hann háttaður, en ég ekki háttuð og kom hlaupandi inn til hans og spurði hvort ég mætti ekki hýsa hann Forustugrána, hann væri kominn heim. „Já,“ segir hann, „ef þú kannt betur við að hafa eitthvað í húsum þá máttu það.“ Og þetta gerði ég, en ég man ekki hvað mörg lömb hann var kominn með. En hitt féð var allt úti - og skall á þetta roknaveður. Þeir voru í marga daga að tína þetta saman. Forustuhálsa mætti þeim morguninn eftir með 20 ær með sér, og þeir voru að tína þetta saman í tvo daga. Og hann missti þarna voðalega margt fé. Ég man ekki hvað það var margt. Við vorum allt sumarið að finna þetta dautt, því sló niður hingað og þangað. Hvaða ár var þetta? Ja hvaða ár þetta var, það man ég nú ekki,1 en veðrið var það hart að það var ekki hægt að koma því sem þeir fundu heim á beitarhús, svo það voru fyllt húsin heima og bærinn fylltur líka af þessu sem fannst. Þar vorum við að hjálpa til við að taka það. - Það var mest gefið úr heimahlöðunni í það. Og svo þegar átti að fara að gefa hestun- um, þá var ekki hægt að komast inn í hesthúsið, og þá fór Gunnar fósturbróðir minn með mig með sér og ætlaði að láta mig síga niður um strompinn á húsinu til að komast inn. Og ég gerði það. Þá ætlaði ég alveg að kafna. Það var skafl innan við hurðina, sem hafði fennt inn. Það var þar rauð hryssa, mjög hrekkjótt, og ég kveið fyrir því, en þá var ég svo heppin að ég kom tvovega ofan á hrygginn á henni, svoleiðis að hún gerði mér ekki neitt meðan ég var að moka frá til þess að hægt væri að komast inn um dyrnar. - Þetta var aftaka veður 1 Stefanía var á Vaðbrekku 1907 - 1918 og síðan á Eiríksstöðum til 1921 (sóknarmannatal). Þessi páskabylur hefur sjálfsagt geisað eitthvert síðasta ár hennar á Vaðbrekku, því að varla hefði hún verið send í hesthúsið með þeim hætti sem hún lýsir langt innan 10 ára aldurs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.