Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 18
16
MÚLAÞING
Nei, ég man ekki eftir myllu. En Ingvar man eftir handmyllu á
Reyðarfirði.
Pú manst líklega eftir einhverju aftaka veðri, er það ekki?
Jú, páskabylnum. Ég man eftir honum. Það var búin að vera lengi
góð tíð, og þeir fóru norður á Dal, fóstri minn og Gunnar fósturbróðir
minn og voru að sækja hey, og mér var uppálagt um morguninn að
passa féð svo það færi ekki út fyrir bæ, beitarhúsaféð, það sótti svo
norður á dalinn. Og svo um kvöldið þegar fóstri minn kemur heim og
ég var búin að passa féð allan daginn, þá segir hann: „Ja, það er nú
svo gott veðrið að við skulum bara láta það eiga sig.“ Og þetta er á
laugardaginn fyrir páska. Svo var það gert, en um kvöldið, þá var hann
háttaður, en ég ekki háttuð og kom hlaupandi inn til hans og spurði
hvort ég mætti ekki hýsa hann Forustugrána, hann væri kominn heim.
„Já,“ segir hann, „ef þú kannt betur við að hafa eitthvað í húsum þá
máttu það.“ Og þetta gerði ég, en ég man ekki hvað mörg lömb hann
var kominn með. En hitt féð var allt úti - og skall á þetta roknaveður.
Þeir voru í marga daga að tína þetta saman. Forustuhálsa mætti þeim
morguninn eftir með 20 ær með sér, og þeir voru að tína þetta saman
í tvo daga. Og hann missti þarna voðalega margt fé. Ég man ekki hvað
það var margt. Við vorum allt sumarið að finna þetta dautt, því sló
niður hingað og þangað.
Hvaða ár var þetta?
Ja hvaða ár þetta var, það man ég nú ekki,1 en veðrið var það hart
að það var ekki hægt að koma því sem þeir fundu heim á beitarhús,
svo það voru fyllt húsin heima og bærinn fylltur líka af þessu sem
fannst. Þar vorum við að hjálpa til við að taka það. - Það var mest
gefið úr heimahlöðunni í það. Og svo þegar átti að fara að gefa hestun-
um, þá var ekki hægt að komast inn í hesthúsið, og þá fór Gunnar
fósturbróðir minn með mig með sér og ætlaði að láta mig síga niður
um strompinn á húsinu til að komast inn. Og ég gerði það. Þá ætlaði
ég alveg að kafna. Það var skafl innan við hurðina, sem hafði fennt
inn. Það var þar rauð hryssa, mjög hrekkjótt, og ég kveið fyrir því,
en þá var ég svo heppin að ég kom tvovega ofan á hrygginn á henni,
svoleiðis að hún gerði mér ekki neitt meðan ég var að moka frá til
þess að hægt væri að komast inn um dyrnar. - Þetta var aftaka veður
1 Stefanía var á Vaðbrekku 1907 - 1918 og síðan á Eiríksstöðum til 1921 (sóknarmannatal).
Þessi páskabylur hefur sjálfsagt geisað eitthvert síðasta ár hennar á Vaðbrekku, því að
varla hefði hún verið send í hesthúsið með þeim hætti sem hún lýsir langt innan 10 ára
aldurs.