Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 21
MÚLAÞING
19
og bundnar inn í rauða snýtuklúta og svo kannske þvengur þar utan
yfir. Það þurfti að nota tennurnar á þetta líka.
Eg fylgdi vinnumönnunum oft fast eftir. Eg man sérstaklega eftir
því einu sinni að vorlagi, þá voru þeir að mala tað í kvörn úti á túni.
Þeir voru tveir eða þrír og sinn úr hverri sveit. Þeir voru að tala um
kirkjuferðir. Ekki var það nú ræða prestanna sem þeir töluðu um -
ónei, heldur um hvað hefði verið með kaffinu á eftir. í þessum staðnum
hefði verið bæði mikið og gott á borðum, en í hinum staðnum var nú
ennþá betra.
Nú á eftir hlakkaði eg ákaflega til þess að fá að fara til kirkju, en
það stóð til að egfengi að fara tilkirkju, ogþáeinmitt inn í Ketilsstaði.
Svo kom kirkjuferðin. Ekki man eg eftir hvort eg var reiddur eða
hvort eg var orðinn það mannalegur að ríða einn. Það sem mest vakti
eftirtekt mína við messugerðina var ekki presturinn, eg man ekkert
sérstakt eftir honum. - Nei, það voru grátkonurnar sem sátu innarlega
í kirkjunni. Sérstaklega man eg eftir einni, hún grét svo afskaplega.
Af hverju grætur konan svona mikið? hugsaði eg, er hún kannske hætt
við að hafa kaffi á eftir? Eg var að verða kvíðinn og ætlaði að fara að
gráta með, en þá varð mér litið aftur til vinnumannanna - nei, þeir
sátu þarna ósköp ánægjulegir á svipinn eins og ekkert væri um að vera.
Þá hætti eg við að gráta.
Eg man vel eftir einum vinnumanninum, hann hét Guðmundur
Eiríkur og kom til föður míns frá Ormarsstöðum í Fellum eitt vorið.
Þetta var mjög kalt vor og ærnar hafðar uppi á Selinu en geldféð á
Kollsstöðunum og áttum við Guðmundur að passa þar og flytja hey í
það að heiman. Eg leit mikið upp til Guðmundar því hann hafði frá
mörgu að segja og slíkar sögur heyrði maður ekki allsstaðar. Hann
sagði mér til dæmis frá einum húsbónda sínum, hann hefði átt 700 fjár
og annað eins af stórgripum, og það sem meira var, hann hefði passað
þetta allt saman einn um veturinn.
Aðra sögu sagði hann mér. Hann var þá vinnumaður á Starmýri í
Alftafirði. Þá var afskaplegur frostavetur. Tík ein gaut þá um veturinn
og átti að drekkja hvolpunum en fannst enginn auður pyttur. Þá tók
Guðmundur pokann með hvolpunum í, fór út á tún og hvolfdi úr
fjósbörunum yfir þá. Ók hann svo í þennan haug allan veturinn. Um
vorið gekk skæð hundapest í Álftafirði og drápust þá allir hundar. En
viti menn, þegar mokað var úr haugnum, haldið ekki að þá hafi skriðið
þessir þó litlu slöttólfar úr haugnum sprelllifandi. Það kom sér vel fyrir
Álftfirðinga.