Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 40
38
MÚLAÞING
bæði það og bréfið var ei svo greinilegt sem eg ókunnugur þurfti með til
að geta fengið fullkominn skilning á afstöðu vegarins. Eg gjörði honum
því boð að finna mig hvað hann og gjörði nú um nýárið, og afriðsaði þá
hjá mér nýtt kort yfir veginn aftur, af hvörju hér meðlagt fylgir nákvæm
og rétt kopía.
Á kortinu eru aflögð þau vötn og fjöll sem á veginum og nálægt hönum
eru, frá bænum Brú á Jökuldal allt suður að Arnarfellsjökli vestanverðu
við sunnanverðan Sprengisandsveg. Vegurinn, sem fara á frá Brú og
vestur á Sprengisandsveg er og aflagður á kortinu og segir Pétur að hann
stefni frá Kreppukvíslum hérum í vest-suð-vestur. Líka eru með punktum
teiknaðir: sá vegur er Pétur nú fór að svo miklu leyti hann víkur út af
veginum sem fara ál og hinn er Pétur sálugi Brynjólfsson og s[éra] Gutt-
ormur á Hofi fóru fyrir æði mörgum árum síðan. Frá Brú og vestur að
þeim aflögðu Lindum og grashögum, hvar góður áfangastaður og bestu
hagar eru, er mátulegur áfangi, og þangað segir Pétur að varða megi
veginn, og mundu því verki geta lokið 2 menn2 í 3 daga eður 4; en frá
Lindunum vestur að fjallgörðunum og aftur frá fjallgörðunum vestur að
Jökulsá eru tómir ægisandar, hvar ómögulegt er að varða og sama er
tilfellið frá Jökulsá og vestur að hrauninu suðvestur af Urðarhálsi. Á
þessum vegi verður alltsvo stefnan og jökullinn, sem alltaf er til vinstri
handar, að vera leiðarvísir. Frá þeim umgetnu grashögum og Lindum og
suðvestur í grashaga við Þjórsá fyrir sunnan Sprengisand heldur Pétur sé
ei lengra en rúmar 2, hæst 2Yi þingmannaleið og muni lausir eða léttfærir
menn geta farið það á 15 til 17 tímum. Kreppu,3 sem fellur í Jökulsá á
Fjöllum, og sem Pétur sálugi Brynjúlfsson kallaði Dyngjufjallaá fór Pétur
í 6 kvíslum og var engin dýpri en í kvið; vestasta kvíslin hefur brotið sig
igegnum hraunháls nokkum og þar hlóðu þeir Pétur vörðu vestanvert
við vaðið. Pessa á fór Pétur Brynjúlfsson í einu lagi þar sem sá punktaði
vegur tilvísar og fékk hana þar næstum ófæra. Jökulsá sjálfa, sem er
miklu vatnsminni, fór Pétur nú í einu lagi og var hún ei heldur dýpri en
í kvið; þar hlóð hann ogsvo vörðu vestanvert við vaðið sem er bæjarleið-
arlengd fyrir vestan þar sem kvíslir þær, í hvörjum hún fellur úr jöklinum,
og hvar Pétur heitinn Brynjúlfss. fór hana, koma saman.
Skjálfandafljót er ei nema lítið áarkorn þar, sem vegurinn liggur yfir
um það, og lítur ei út til að gjöra neinn farartálma. Hrauná, og hinar
fleiri sem í það falla, og sem þeir Pétur fóru yfir, litu út til að vera stærri
1 Bætt við neðanmáls.
2 Undirstrikað í handriti.
3 Undirstrikað í handriti.