Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 46
44
MÚLAÞING
Vonarskarð á síðari öldum. Nú var Björn heppinn með veður og gat
mælt töluvert. Bjuggu íslendingar fram á 20. öld að þeirri þekkingu,
sem aflaðist í ferðinni á syðsta hluta Ódáðahrauns og norðurjaðri
Vatnajökuls. Eftir ferðina taldi Björn að hægt væri að stytta ferð um
Vatnajökulsveg um svo sem hálfa dagleið með því að fara Vonarskarð
og að hægt væri að fara hann á 7 dögum með lest frá Reykjavík að
bænum Brú á Jökuldal, með því að fara tæplega IV2 þingmannaleið á
dag, „því vegurinn er hér um 10 þingmannaleiðir eða 50 mílur, og er
það sá langstysti vegur í Múlasýslu, því hann er nær þráðbeinn. Þar
að auki er hann að mestu vatnsfallalaus og allsæmilega góður, þá á
sumar tekur að líða.“ (Skýrsla Björns til Bókmenntafélagsins í Skírni
1840). Nú hafði Björn farið Vatnajökulsveg allan, því hann kom að
Brú 7. ágúst. Það að hann villtist út af veginum árið áður, hefur líklega
orðið til þess að hann og Jón Austmann hafi fyrstir komið í Öskju.
Nú þóttu liggja fyrir öruggar upplýsingar um að leiðin væri fær og
urðu til þess að danski náttúrufræðingurinn J. C. Schythe fór í mjög
vel útbúinn Ieiðangur sumarið 1840. Hafði hann fjóra fylgdarmenn og
var Sigurður Gunnarsson einn þeirra. Er skemmst frá að segja, að
þetta varð hin mesta svaðilför. Þeir höfðu mat til þriggja vikna, tjald,
hitunartæki, sjö reiðhesta og tíu áburðarhesta og 250 pund af heyi.
Þeir héldu frá Þjórsárholti 29. júní. Veður versnaði 3. júlí og það
kvöld hafa þeir trúlega tjaldað í grennd við Langadrag, sem fellur
norður frá norðausturhorni Tungnafellsjökuls. Þá gáfu þeir hestunum
90 pund af heyi og 30 pund morguninn eftir. Var þá versnandi veður
með norðanfjúki og færð varð erfið upp á Dyngjuháls en batnaði, eftir
að þeir komu austur undir Kistufell. Um nóttina lygndi en snjóaði þó
nokkuð. Þeir áðu tvo tíma austan við Kistufellið og gáfu hestunum
það síðasta af heyinu og komu um morguninn austur að Jökulsá. Þeir
fóru yfir hana þar, sem hún féll í fimm kvíslum og nokkru síðar hófst
stormurinn á ný. Þeir hafa farið norðan við Holuhraun en lenda samt
of sunnarlega í Kverkfjallarananum og voru þar marga klukkutíma að
krækja sitt á hvað. Þeir tjölduðu undir Lindakeili kl. hálf ellefu um
kvöldið og höfðu þá verið á ferð hvíldarlítið í 34Ú2 klukkutíma. Þarna
var sex þumlunga snjódýpi og U/2 gráðu frost rétt fyrir miðnættið.
Næsta morgun lögðu þeir upp kl. níu og var mikill krapaburður í
Kreppu. Þeir fóru yfir hana í mörgum kvíslum og síðan tók við melalda
en af henni komu þeir niður í Grágæsadal. Þar voru hópar gæsaunga
í snjónum og gátu vart forðað sér undan fótum hestanna. Næst fóru
þeir gegnum skarð yfir í Fagradalinn og þarna var umbrotaófærð en