Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 48
46
MÚLAÞING
Þaðan héldu þeir svo að Reykjahlíð við Mývatn. Jóhannes fór síðan
suður Sprengisand en hinir héldu til Akureyrar og þaðan um byggðir
til Stykkishólms.
Sumarið 1875 fór Englendingurinn Watts og fimm menn aðrir yfir
Vatnajökul. Komu þeir niður fyrir austan Kistufell 7. júlí og hvíldust
í Holuhrauni um nóttina. Komu þeir að Grímsstöðum á Fjöllum kl.
fimm árdegis hinn 10. júlí eftir 16 daga ferð, þar af 12 daga á jökli.
Þekktastur af fylgdarmönnunum var Páll Pálsson, sem nefndur var
Jökull eftir þetta. Hinn 13. júlí fóru þeir til Dyngjufjalla að skoða
ummerkin eftir eldgosið. Seint að kvöldi næsta dags gengu þeir upp á
Dyngjufjöll og var Askja eitt gufuhaf yfir að líta. Þaðan héldu þeir á
Trölladyngju og munu hafa gengið á hana að morgni hins 16. júlí.
Verður ferðin ekki rakin meira og ekki heldur ferðir um aðrar slóðir
í Ódáðahrauni. Þær voru fjölmargar á 19. öld, ekki síst eftir Dyngju-
fjallagosið (Öskjugosið) árið 1875.
Enn urðu slæmar heimtur af öræfum Þingeyinga og vildu þeir vita,
hvað af fénu yrði. Átti Jón Sigurðsson alþm. á Gautlöndum frumkvæði
að því að fjórir menn voru sendir til að leita að högum og fjárslóðum
suður á öræfunum sumarið 1880. Þrír hreppar lögðu til mennina: Ur
Mývatnssveit fóru Helgi Jónsson og Jón Stefánsson; Pétur Pétursson
úr Reykjadal og Jón Þorkelsson í Víðikeri fyrir Bárðdælinga. Jón
Þorkelsson fór ásamt öðrum manni í athugunarferð í Öskju í febrúar
1876 en Helgi tók þátt í Öskjuleiðangri veturinn 1875 (í febrúar). Voru
því kunnugir og reyndir menn hér á ferð og oft nefndir landaleitarmenn
eftir þetta. Þeir lögðu upp frá Svartárkoti 9. ágúst, héldu fram óbyggðir
austan Skjálfandafljóts og í Vonarskarð. Þaðan héldu þeir austur með
jökli. Virðast hafa tjaldað í Holuhrauni að kvöldi 12. ágúst og nefndu
það Kvíslahraun. Þessa daga höfðu þeir fundið og nefnt ýmsa staði
þeim örnefnum, sem enn haldast t. d. Surtlulæki (Surtluflæða), Rjúpna-
brekku og Gæsavötn. Þeir gengu einnig á Kistufell. Að morgni 13.
ágúst fóru þeir austur yfir Jökulsá og fundu lítils háttar gras, víðitein-
unga og eyrarrós á eyrum meðfram ánni. Hagablettir og lindaveitur
voru hér og þar austan í Kverkfjallarananum og í Hvannalindum þótti
þeim blómlegt yfir að líta. „Hef ég ekki séð annað engi jafngott,“ segir
Jón Stefánsson. Töldu þeir að þarna væru nægir hagar fyrir 200 fjár
sumarlangt. Þann 14. ágúst voru þeir um kyrrt í Hvannalindum, hvíldu
hestana og skoðuðu umhverfið. Þá skeði það merkasta í ferðinni, -
uppgötvun rústanna af útilegumannakofunum. Jón Stefánsson ritaði
ferðarlýsingu, sem birtist í Norðlingi á Akureyri 23. og 30. nóvember