Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 63
MÚLAÞING
61
meira lagi létt yfir okkur þarna á árbakkanum, að vera búnir að finna
kindurnar sem við fórum að leita að.
Nú var löng leið eftir út að Hátúnum og ekki gott færi í snjónum
fyrir kindurnar. Við skipulögðum því ferðina þannig, að þeir Bergur
og Steini gengu á undan kindunum og tróðu slóð eftir því sem með
þurfti, en ég gekk á eftir. Ég hafði víst mesta æfingu í að reka kindur
í snjó og ófærð, þar þurfti oft að sýna mikla þolinmæði. Okkur gekk
ferðin vel út að Hátúnum, en vorum lengi.
Komið var fram á nótt þegar við komum þangað. Ég held að þau
systkinin hafi verið á fótum þegar við komum, að minnsta kosti var
Einar fljótur að koma út í dyrnar þegar við komum. Við hýstum
kindurnar, þeim var gefið og við settir að veisluborði. Var spjallað um
þessa velheppnuðu afréttarferð okkar og margt fleira. Eftir að við
höfðum hvílst æðilengi kvöddum við fólkið og þökkuðum fyrir okkur.
Sérstaklega þökkuðum við Steini Bergi fyrir samfylgdina og glaðværð-
ina sem létti okkur gönguna.
Við Steini róluðum á eftir kindunum út Kálfeyrina fyrir utan Hátún
og út á Rauðasand þar sem við höfðum farið yfir Geitdalsána nóttina
áður. Enn fór ég úr plöggunum, óð berfættur yfir ána og bar Steina,
og mig minnir að ég bæri líka kindurnar, að minnsta kosti lambið.
Heim komum við þreyttir en glaðir eftir liðlega sólarhrings ferð.
Morguninn eftir var komin hvöss norðaustan snjóhríð sem hélst
næstu vikurnar. Hefðum við ekki farið þennan umrædda dag hefðu
kindurnar mínar orðið úti og soltið í hel, eins og margar aðrar kindur
bæði fyrr og síðar. Það var oft talað um það manna á meðal hvað það
hefði verið undarleg tilviljun, að við skyldum fara inn á afrétt að leita
að vissri dilká, finna hana og enga kind aðra.