Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 71
MÚLAÞING
69
Fjóskofinn sneri í austur-vestur. Á austurstafni voru dyr við norður-
vegg og hurð á þeim opnaðist inn upp að veggnum. Um þær dyr og
áðurnefnd göng var vatn borið í fjós og til eldhúss - langan og óhægan
veg. Þessa sömu leið var farið með flórmykju í haugstæði allfjarri gegnt
dyrum.
Á miðjum austurstafni var gluggi. Á vesturstafni fjóskofans voru
aðrar dyr við suðurvegg. Hurðin á þeim dyrum opnaðist út - upp að
norðurvegg Útskemmunnar austarlega, þar sem húsið náði ekki lengra
til vesturs. Um þessar dyr fóru naut út og inn - frá og til fjóssins, nema
þá er þeim var brynnt úti - þá um austurdyr. Annars var sérstakt
sumarfjós í notkun fram yfir sl. aldamót. Það hús stóð ofan túns, en
féll úr notkun sem slíkt, er heimreið var breytt. Stuttu eftir aldamótin
1900 var í Fjóskofanum steypt baðker til sauðfjárböðunar - hið fyrsta
þeirrar gerðar í sveitinni - svo og sigpallur að því. Tók þetta um hálfa
breidd hússins frá suðurvegg. Féð var rekið inn um austurdyr, en hleypt
út um vesturdyrnar. Um árabil var þessi aðstaða fengin að láni úr
nágrenninu og þótti mikið hagræði. - í Fjóskofann var flutt allt afrak
að lokinni túnhreinsun og borið í flóra fjóssins.
Við vesturstafn Fjóskofans var lítill kofi, allmikið niðurgrafinn. Milli
þess kofa og norðurveggjar Útskemmunnar var allbreitt sund til vestur-
dyra Fjóskofans. Á miðri vesturhlið þessa kofa voru dyr. Þessi kofi
var til ýmissa hluta, m. a. voru hrútar stundum hafðir þar, en á síðustu
árum var hann notaður sem áburðarhús fyrir flórmykju - gat var tekið
á vesturstafn Fjóskofans og vesturdyr kofans stækkaðar mikið.
Allir veggir bæjarins voru hlaðnir úr grjóti og torfi. Undirstaðan alls
staðar grjót, yfirleitt í meiri hæð á innbrún, en annars í mismunaridi
hæð hinna ýmsu veggja, sums staðar- frammihúsið - um 3A vegghæðar.
Hvergi voru torflög í grjóthleðslunni og öll veggjagerð traust og útlits-
góð. Þök bæjarins voru öll í megindráttum af sömu gerð, þykk og
víðast grasivaxin. Mikið af rúggresi var þar. Þök og bæjarsund voru
iðulega slegin.
Heimagrafreitur var vígður á Finnsstöðum 1904 af tilefni fráfalls
Björns - yngsta sonar hjónanna Árna og Sigurveigar, er lést úr lungna-
bólgu aðeins 18 ára, talinn mannsefni mikið. Grafreitnum var valinn
staður á hæðarfleti suðvestur af bænum, og er nú nær fullgrafinn.
Upphaflega umgerð reitsins var af sömu gerð og aðrir veggir bæjar-
og útihúsa staðarins.
Þótt bæjarhús á Finnsstöðum væru útlitsgóð og rammger voru útihús-
in það ekki síður. Fjárhús dreifð um tún - sjö að tölu - Ystahús,
5: