Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 77
MÚLAÞING
75
Kjarninn í þætti Sigmundar er á þessa leið:
„Svo bar til einn páskadag að Ormarsstaðafólk fór allt til Áskirkju
(sem er næsti bær) nema Jófríður var heima. Hún vissi að inn hjá
Sigurðargerði, sem eru beitarhús frá Ási en varla meira en stekkjarveg
frá Ormarsstöðum, var nýbúið að finna hest sem hafði farið þar ofan
í fen snemma um veturinn, svo að hún tekur sig til meðan hún var ein
heima og fer þangað sem hestskrokkurinn var, sker sér bita af honum,
sem hún ber heim, sýður og borðar.
Hvort sem það nú hefur verið aðalsökin að hún neytti hrossakjötsins,
sem talið var hegningarvert á þeim tímum, eða þá að hún tók það
leyfislaust og á sjálfri stórhátíðinni, er ekki tilnefnt, þess er aðeins
getið að þá er þetta tiltæki Jófríðar varð hljóðbært, var ályktað að
setja hana í gapastokk sem þá var almenn hegning á íslandi, einkum
ef brotið var á móti kristindómi og kirkjusiðum.
Svo leið þar til á hvítasunnu. Þá
kemur Jófríður til kirkju gangandi
og gekk við staf, því að mögur og
máttfarin var hún. En er hún var
komin heim á hlað á Ási skaut ein-
hver því að henni í trúnaði, að það
mundi eiga að setja hana í gapa-
stokkinn, svo að hún óskar að forða
sér og rólar af stað aftur heim á leið
og var komin út fyrir túnið þegar
Bessi húsbóndi hennar vissi af, og
skipaði hann einhverjum sem var
nærstaddur að hlaupa á eftir stelp-
unni og koma með hana til baka, en
enginn vildi verða til. Einhver lét
hann jafnvel skilja að það mundi
hæfilegast að hann hefði allan heið-
urinn af því sjálfur, svo að það varð
úr að hann mátti til að fara á eftir
henni, og er þau finnast skipar Bessi
henni að koma með sér heim að Ási,
en er Jófríður gegndi því ekki tekur
hann til hennar en hún streitist á
móti. Segir hann þá í myndugum
embættisrómi: „Nú duga engar
„Gapastokkur í kirkjuþili. Járnhringn-
um er læst um hálsinn á sökudólgunum
og þeir síðan látnir standa þannig hæfi-
lega lengi og vorkennast í viðurvist
kirkjugesta. “ - Mynd og texti úr Öldinni
átjándu 1701 - 1760, bls. 157.