Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 87
MÚLAÞING
85
Jökuldal er lýst með litarorðinu bleikur. Benedikt frá Hofteigi telur
að höfundur eigi við haustlit á valllendi í dalnum, bleikan harðvellispunt
sem einkenni þá sveit öðrum fremur og „deyr ætíð standandi“ og þessi
jurt „stendur þótt hún sé dauð.“ (Múlaþing 3, bls. 64 - 65). - Á það
má líka minna að bleikur er táknlitur dauðans.
Um Hlíðina þarf ekki vitnanna við. Þar er átt við norðan- og norð-
vestanveðrin sem engu eira og eru hvergi harðari á Héraði.
Tungan er sem alkunnugt er vötnum kringd að mestu, Jöklu, Lagar-
fljóti og Rangá.
En þá er nefnd Útmannasveitin, og nafnið á hér einungis við Hjalta-
staðaþinghá, en ekki Eiðaþinghá eða jafnvel Úthérað, eins og stundum
virðist bregða fyrir. Þessi sveit er „veitug“. Orðið hefur hvorki komist
í íslensk-danska orðabók né íslenska orðabók í nákvæmlega þessari
mynd, en á báðum er orðið veitull, þ. e. örlátur, gjöfull, gestrisinn,
og höfundurinn veit fyrir víst hvað hann á við, enda er hann þrestur
í Vallanesi - sem á Unaós, jörð í hinni veitugu sveit, með ýmsum
landgæðum og hlunnindum, ekki síst reka þar og víðar um Héraðs-
sanda. Þessi sveit er öll vel gróin, en snöggtum harðbýlli en sveitir ofar
á Héraði, og það eru áreiðanlega gjafir hafsins sem hann á við, rekaeign
sem er mikils virði í trjálausu landi búandi við hörmuleg verslunarkjör.
Einnig er hugsanleg enn verstaða þar við flóann eins og á 15. og 16.
öld. Stefán Ólafsson var prestur í Vallanesi frá miðri 17. öld, er hann
tók við staðnum, og til 1688. Það er einnig merkilegt við vísuna, að
af henni er bert að farið er að líta á Velli, Eiðaþinghá og Útmannasveit
sem þrjár sveitir, enda þótt enn væru ein hreppur og a. m. k. til 1698,
sennilega komnir þrír þingstaðir í þessum langa hreppi sem teygist alla
leið milli Hornbrynju og Gripdeildar. Vafalaust er það þingstaður á
Hjaltastað sem veldur því að hreppsnafnið breytist.
Þegar við ritstjórarnir vorum að fara yfir handritin fyrir þetta hefti
datt Sigurði í hug að veitugur gæti verið hugsað út frá orðinu veita =
votlendi. Þetta kemur vel til greina, Útmannasveitin er votlend, þar
eru víðlendar blár, mýrar milli ása, vötn og tjarnir víða.
Um „þingin Eiða“ þarf ekki að ræða, einkunnarorðið „þjóðkunnur“
af félagslegum toga og virðulegt, en nafnið Eiðaþinghá komið og vantar
í vísuna aðeins endinguna (-há).
Orðin „þröng sund“ sem eiga að einkenna Skriðdal tákna líklega
fremur dalina tvo en mýrarsund milli ása - skáldaleyfi, sund = mjótt
bil milli fjalla. Mýrarsund einkenna ekki Skriðdal umfram aðrar sveitir
á Héraði, nema síður væri.
6*