Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 92
90
MULAÞING
þýðingunni væri lokið. Kaflar úr bókinni í þýðingu okkar Bjarna hafa áður birst í vikublað-
inu Austurlandi.
Neskaupstað 7. nóvember 1985.
Smári Geirsson.
INNGANGUR
Sumar hvert um nær 100 ára skeið komu norsk skip til íslands til
fiskveiða. Þetta byrjaði 1867, þegar leiðangurfrá Mandal lagði síldarnet
og saltaði síld á Seyðisfirði. Þessu lauk á fyrri hluta áratugarins 1960
- 1970, þegar Íslandssíldin hélt norður í haf í átt til Jan Mayen og
Bjarnareyjar.
Einkum var um síldveiði að ræða. Síldveiðar Norðmanna voru nýj-
ung og mörkuðu tímamót, sem tvisvar ollu umskiptum í íslensku at-
vinnulífi: fyrst við grundvöllun landnótaveiðanna 1880 og árin þar á
eftir, svo með þróun rekneta- og snurpunótaveiðanna 1903 - 1916.
Síldin er duttlungafullur flökkufiskur. Við góð skilyrði gat síldveiðin
orðið mjög mikil, en svo misheppnast allt annað ár. - Hins vegar var
þorskveiði á íslandsmiðum stöðug. Á árabilinu 1881 -1912 voru Norð-
menn þar við þorskveiðar sumar hvert. Þeir höfðu lítið eða ekkert
samband við landnótaflotann. (Annað mál er það að einstök nótalög
veiddu þorsk í fjörðunum meðan beðið var eftir síldinni). En eftir
aldamótin stunduðu margir íslandsfaranna þorskveiðar frá því í maí
og þar til í julí, en sneru sér þá að síldveiðum í reknet. - Þorskveiði
Norðmanna við ísland á þessu 30 ára tímabili er óveruleg á alþjóðlegan
mælikvarða. Samt eru þær áhugaverður kafli í norskri fiskveiðisögu,
enda um að ræða fyrstu úthafsveiðar Norðmanna.
Þetta rit fjallar um elstu tíma fiskveiða Norðmanna við ísland, það
er að segja svo lengi sem fiskveiðar voru stundaðar að gömlum hætti,
og svo lengi sem seglskúturnar voru ríkjandi við veiðarnar. Ekki er
hægt að nefna ákveðið ár sem umskipti urðu, því breytingin var hæg-
fara.
Heiti ritsins „Norskar seglskútur á íslandsmiðum“ á að gefa efni
þess fullkomlega til kynna. Um er að ræða tvennskonar skútur: fiskiskip
og flutningaskip. Fiskikútterarnir og fiskiskúturnar voru á þorskveiðum
(og seinna á síldveiðum með reknet). Jaktir, galíasar, skonnortur og
briggskip önnuðust flutninga fyrir landnótaveiðarnar milli Noregs og
íslands og voru meðan á veiðum stóð söltunarskip og sumpart notuð
til íbúðar. Þegar árið 1880 voru þrjú gufuskip við þessa flutninga, og